Samfélagsmiðlar

Enginn vill reka smiðshöggið á nýja flugstöð

Vandræðagangurinn á nýja flugvellinum í Berlín heldur áfram og nú fæst enginn til að greiða úr flækjunni sem hefur seinkað opnun vallarins um nokkur ár. Verkfræðingar fást ekki lengur til starfa við framkvæmdina. MEIRA

 

 

Vandræðagangurinn á nýja flugvellinum í Berlín heldur áfram og nú fæst enginn til að greiða úr flækjunni sem hefur seinkað opnun vallarins um nokkur ár. Verkfræðingar fást ekki lengur til starfa við framkvæmdina.

Fyrir þremur árum síðan stóð til að taka í gagnið nýjan flugvöll í höfuðborg Þýskalands. Hann hefur hlotið heitið Brandenburg-Willy Brandt og átti að leysa af hólmi flugstöðvarnar við Schönefeld og Tegel en þær eru báðar orðnar úr sér gegnar. Nýja flugstöðin fékk hins vegar ekki grænt ljós hjá brunaeftirliti Berlínar og hafa síðustu ár farið í að reyna að leysa úr þeim athugasemdum sem eftirlitið gerði. Það gengur hins vegar hægt og ekki bætir úr skák að erfitt er að fá verkfræðinga til að leggja nafn sitt við verkefnið. Nýlega auglýstu forsvarsmenn flugstöðvarinnar eftir verktakafyrirtæki til að taka að sér umsjón með lokafrágangi flugstöðvarinnar og í boði voru nærri fimm milljarðar króna. Útboðslýsingin var send út um alla Evrópu en samkvæmt frétt Checkin.dk þá sótti enginn um verkið.

Alla vega fimm árum á eftir áætlun

Forsvarsmenn stærstu flugfélaga Þýskalands hafa gagnrýnt málið harðlega og um tíma var talið að borgarstjóri Berlínar þyrfti að segja af sér vegna þess. Verkið hefur ekki bara tafist heldur einnig farið langt fram úr áætlun. Kröfur um afsögn gætu gerst háværar á ný því nýlega gaf stjórnarformaður Brandenburg flugvallar það út að það verði í fyrsta lagið árið 2016 sem farþegar fari um nýju flugstöðina. Fimm árum eftir að til stóð að taka hana í notkun.

NÝJAR GREINAR: Áfangastaðir vetrarinsMetmánuður hjá íslensku félögunum

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …