Enginn vill reka smiðshöggið á nýja flugstöð

Vandræðagangurinn á nýja flugvellinum í Berlín heldur áfram og nú fæst enginn til að greiða úr flækjunni sem hefur seinkað opnun vallarins um nokkur ár. Verkfræðingar fást ekki lengur til starfa við framkvæmdina. MEIRA

 

 

Vandræðagangurinn á nýja flugvellinum í Berlín heldur áfram og nú fæst enginn til að greiða úr flækjunni sem hefur seinkað opnun vallarins um nokkur ár. Verkfræðingar fást ekki lengur til starfa við framkvæmdina.

Fyrir þremur árum síðan stóð til að taka í gagnið nýjan flugvöll í höfuðborg Þýskalands. Hann hefur hlotið heitið Brandenburg-Willy Brandt og átti að leysa af hólmi flugstöðvarnar við Schönefeld og Tegel en þær eru báðar orðnar úr sér gegnar. Nýja flugstöðin fékk hins vegar ekki grænt ljós hjá brunaeftirliti Berlínar og hafa síðustu ár farið í að reyna að leysa úr þeim athugasemdum sem eftirlitið gerði. Það gengur hins vegar hægt og ekki bætir úr skák að erfitt er að fá verkfræðinga til að leggja nafn sitt við verkefnið. Nýlega auglýstu forsvarsmenn flugstöðvarinnar eftir verktakafyrirtæki til að taka að sér umsjón með lokafrágangi flugstöðvarinnar og í boði voru nærri fimm milljarðar króna. Útboðslýsingin var send út um alla Evrópu en samkvæmt frétt Checkin.dk þá sótti enginn um verkið.

Alla vega fimm árum á eftir áætlun

Forsvarsmenn stærstu flugfélaga Þýskalands hafa gagnrýnt málið harðlega og um tíma var talið að borgarstjóri Berlínar þyrfti að segja af sér vegna þess. Verkið hefur ekki bara tafist heldur einnig farið langt fram úr áætlun. Kröfur um afsögn gætu gerst háværar á ný því nýlega gaf stjórnarformaður Brandenburg flugvallar það út að það verði í fyrsta lagið árið 2016 sem farþegar fari um nýju flugstöðina. Fimm árum eftir að til stóð að taka hana í notkun.

NÝJAR GREINAR: Áfangastaðir vetrarinsMetmánuður hjá íslensku félögunum

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny