Miklu færri sækja Ísrael heim

Átökin á Gaza eru talin ástæðan fyrir því að ferðamenn í halda sig fjarri Ísrael þessar vikurnar. MEIRA

 

 

 

Átökin á Gaza eru talin ástæðan fyrir því að ferðamenn í halda sig fjarri Ísrael þessar vikurnar.

Nokkur flugfélög felldu niður ferðir til Ísrael í síðasta mánuði og ráðamenn nokkurra ríkja hafa varað fólk við að ferðast til landsins þar sem öryggi þeirra gæti verið í hættu. Afleiðingin er sú að í sumar hefur fjöldi erlendra ferðamanna í Ísrael dregist saman um 35 prósent og tekjur hóteleigenda þar í landi hafa minnkað um það sem jafngildir fimm milljörðum króna samkvæmt frétt Politiken. Ferðaþjónustan í Ísrael stendur undir sex prósentum af tekjum landins og hafði verið gert ráð fyrir að um fjórar milljónir ferðamanna myndu heimsækja landið í ár en það markmið mun ekki nást að sögn ferðamálaráðherra Ísrael.

Fleiri heimamenn á hótelin

Vegna þess hve illa ferðaþjónustan í Ísrael hefur orðið úti í sumar þá ætla stjórnvöld að bæta þeim skaðann að einhverju leyti og um leið hafa þau hvatt heimamenn til að fara í lengri frí í ágústmánuði og kaupa sér gistingu á hóteli.

NÝJAR GREINAR: Hingað verður flogið beint í veturFleiri farþegar með Delta frá Keflavík

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny