Fleiri Bretar komu í febrúar en samanlagt í júní og júlí

Bretar fjölmenna til Íslands yfir vetrartímann en fækka komum sínum verulega yfir aðalferðamannatímabilið. Þetta ferðamynstu er hins vegar nýtt af nálinni. MEIRA

 

 

 

Bretar fjölmenna til Íslands yfir vetrartímann en fækka komum sínum verulega yfir aðalferðamannatímabilið. Þessi ferðamynstur er hins vegar nýtt af nálinni.

Fyrir nokkrum árum síðan vöndu breskir túristar komur sínar til Íslands yfir sumarmánuðina líkt og aðrar þjóðir gera. Síðustu ár hafa vetrarferðir hingað hins vegar orðið vinsælli í Bretlandi og eftir að easyJet hóf flug til Keflavíkur vorið 2012 fækkar þeim Bretum sem koma hingað yfir sumarið en fjölgar á veturna.

Í janúar síðastliðnum komu til að mynda tvöfalt fleiri Bretar hingað en í maí og í febrúar urðu þau tíðindi að þá innrituðu fleiri Bretar sig í flug á Keflavíkurflugvelli en Íslendingar. Íslenskir farþegar höfðu þangað til verið langstærsti farþegahópurinn á Keflavíkurflugvelli samkvæmt mánaðarlegum talningum Ferðamálastofu. Alls komu 22.820 breskir túristar hingað í febrúar en þeir voru samanlagt 22.120 í júní og júlí í sumar. Það komu sem sagt sjö hundruð fleiri breskir ferðamenn hingað í svartasta skammdeginu en yfir tvo helstu ferðamánuði ársins eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Líkt og Túristi greindi frá þá njóta Íslandsreisur ennþá langmestra vinsælda á sumrin meðal annarra þjóða.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny