Fleiri flugfreyjur veikjast

Fyrir nærri tveimur árum náðu stjórnendur SAS tímamóta samkomulagi við verkalýðsfélög starfsmanna félagsins. Ófyrirsjáanlegar afleiðingar þess eru nú að koma í ljós. MEIRA

 

Fyrir nærri tveimur árum síðan náðu stjórnendur SAS tímamóta samkomulagi við verkalýðsfélög starfsmanna félagsins. Ófyrirsjáanlegar afleiðingar þess eru nú að koma í ljós.

Rekstur SAS, stærsta flugfélags Norðurlanda, hefur gengið illa síðustu ár og í nóvember réðu stjórnendur þess lífróður. Þeir sögðu forsenduna fyrir áframhaldandi starfsemi vera þá að starfsfólkið tæki á sig launalækkanir, lífeyrisréttindi yrðu skert og fólki ynni meira. Á elleftu stundu tókust samningar en reksturinn er þó enn í járnum.

Nærri tvöfalt fleiri sitja heima

Nú sýna nýjar tölur að veikindi meðal áhafnarmeðlima SAS hafa aukist töluvert á þessum tveimur árum. Í síðustu viku var til að mynda tíunda hver flugfreyja félagsins í Danmörku veik og í Noregi var hlutfallið ívið hærra eða fjórtán prósent samkvæmt tölum frá verkalýðsfélagi áhafnarmeðlima SAS. Áður en nýja vinnufyrirkomulagið var innleitt var hlutfall veikra um helmingi lægra samkvæmt frétt Checkin.dk. Þar er haft eftir formanni stéttarfélags norskra flugfreyja að tölurnar séu vísbending um að vinnuálagið sé of mikið hjá skandinavíska flugfélaginu.

Tíð veikindi í fluginu

Talsmaður SAS segir hins vegar að það sé vel þekkt að veikindi innan fluggeirans séu tíðari en annars staðar og reglulega sé reynt að bæta úr því. Hún segir þó að forsvarsmenn SAS líti ekki á núverandi veikindatölur sem sérstakt vandamál.

NÝJAR GREINAR: Hingað verður flogið beint í veturFleiri farþegar með Delta frá Keflavík

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny