Beint áætlunarflug til Japans ekki á dagskrá

Aðeins japanskar ferðaskrifstofur selja miða í flug Japan Airlines frá Tokyo og Osaka til Keflavíkur. Talsmaður flugfélagsins segir beint flug hingað ekki vera á dagskrá. MEIRA

 

 

Aðeins japanskar ferðaskrifstofur selja miða í flug Japan Airlines frá Tokyo og Osaka til Keflavíkur. Talsmaður flugfélagsins segir beint flug hingað ekki vera á dagskrá.

Þriðja árið í röð lenda nú flugvélar á vegum Japan Airlines í Keflavík. Félagið mun fljúga hingað fjórar ferðir með japanska ferðamenn næstu tvær vikur en ekki eru líkur á að íslenskir túristar geti nýtt sér þessi flug. Shiho Kuniki, talsmaður félagsins, segir í samtali við Túrista að flugið til Íslands sé á vegum japanskra ferðaskrifstofa og ekki séu uppi áætlanir um hefðbundið áætlunarflug frá Japan til Íslands á vegum Japan Airlines. Hann lofar þó að láta lesendur Túrista vita ef það verða laus sæti í vélarnar í lok næsta sumars.

Fleiri Japanir en áður

220 farþegar voru í vél Japan Airlines sem lenti í gær og næstu ferðir verða 4., 11., 13. september en þann 18., og 20. september verða ferjuflug þar sem farþegar eru sóttir til Íslands segir í tilkynningu frá Isavia.

Japönskum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu voru þeir 12.363 árið 2013 sem er nánast tvöföldun frá árinu 2011, en þá fóru 6.902 Japanir um Keflavíkurflugvöll. Heildaraukning japanskra farþega á Keflavíkurflugvelli fyrstu sjö mánuði þessa árs er 14% miðað við fyrra ár.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny