Ekkert verður af flugi til Moskvu

Forsvarsmenn rússneska flugfélagsins Transaero sóttu um aðgang að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardögum í vetur. Ætlunin var að bjóða upp á áætlunarflug milli Moskvu og Keflavíkur. MEIRA

 

 

 

Forsvarsmenn rússneska flugfélagsins Transaero sóttu um aðgang að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardögum í vetur. Ætlunin var að bjóða upp á áætlunarflug milli Moskvu og Keflavíkur.

Fyrrasumar hóf Icelandair að fljúga til Sankti Pétursborgar og var það í fyrsta skipti sem í boði er áætlunarflug milli Íslands og Rússlands. Icelandair gerir hins vegar hlé á fluginu til fæðingaborgar Vladimir Pútíns yfir veturinn. Útlit var fyrir að rússneska flugfélagið Transaero myndi taka við keflinu nú í haust og fljúga milli Keflavíkur og Moskvu næstu mánuði.

Eitt flug í viku

Forsvarsmenn rússneska félagsins fengu umbeðna afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir vikulegt áætlunarflug hingað frá höfuðborg Rússlands á laugardögum í vetur. Flugmiðarnir til Íslands fóru þó ekki í sölu og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Túrista vildu Rússarnir ekki staðfesta hvort af fluginu yrði eða ekki. Ekaterina Makarova, talsmaður félagsins, segir hins vegar núna í svari til Túrista að Transaero muni ekki fljúga til Íslands í nánustu framtíð.

Transaero er eitt umsvifamesta flugfélagið í Rússlandi og flugfloti félagsins telur ríflega eitt hundrað vélar. Félagið flutti 12,5 milljónir farþega á síðasta ári.

TENGDAR GREINAR: Skyldustoppin í Sankti Pétursborg
TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny