Áfangastaðir vetrarins

Í fluggeiranum hefst veturinn þegar flestar þjóðir seinka klukkunni um einn tíma í lok október. Vetrardagskrá flugfélaganna sem halda uppi áætlunarflugi héðan á þeim árstíma er fjölbreyttari en áður. MEIRA

 

 

 

Í fluggeiranum hefst veturinn þegar flestar þjóðir seinka klukkunni um einn tíma í lok október. Vetrardagskrá flugfélaganna sem halda uppi áætlunarflugi héðan á þeim árstíma er fjölbreyttari en áður.

Það verður flogið beint til þrjátíu og þriggja borga í Evrópu og N-Ameríku frá Keflavík og Reykjavík í vetur. Þar af eru fimm borgir sem aldrei áður hafa verið hluti að leiðakerfi flugfélaganna hér á landi utan aðalferðamannatímans. Á suma áfangastaðina er aðeins flogið einu sinni til tvisvar í viku á meðan ferðirnar til London verða fimm til sex á dag. Síðasta vetur lét nærri að fjórða hver vél sem tók á loft frá Keflavík setti stefnuna á bresku höfuðborgina og vægi Lundúna mun ekki minnska næstu mánuði því easyJet mun fjölga ferðum sínum þangað en WOW dregur þó aðeins úr.

Lítil samkeppni

Af þessum þrjátíu og tveimur flugleiðum sem í boði verða í vetur þá er aðeins samkeppni á fimm þeirra. Til Oslóar og London fljúga þrjú félög og Icelandair og WOW air fljúga daglega til Kaupmannahafnar. Þeir sem ætla í fótboltaferð til Manchester geta áfram valið á milli easyJet og Icelandair og ef ferðinni er heitið til Parísar þá fjúga bæði WOW air og Icelandair þangað.

Nýliðarnir

Í vetur verður í fyrsta skipti hægt að fljúga héðan beint til Sviss því easyJet mun bjóða upp á nokkrar ferðir í viku til Basel og Genf allt árið um kring. Breska félagið ætlar einnig að fara tvisvar í viku á milli Belfast og Keflavíkur. Flybe og Icelandair munu svo bæði fljúga milli Birmingham og Keflavíkur. Í N-Ameríku er flug Icelandair til Edmonton í Alberta-fylki í Kanada eina viðbótin við vetrardagskrána.

Hér má sjá allar þær borgar sem boðið verður upp á áætlunarflug til í vetur. Til sumra borga verður flogið í stuttan tíma en aðrir áfangastaðir eru í boði í allan vetur.

Áfangastaðir vetrarins (smellið á borgarheitin til að finna gistingu í hverri borg)

Austurríki
Salzburg: WOW air á laugardögum frá 20. desember til loka febrúar.

Bandaríkin
Boston: Icelandair 9 ferðir í viku.
Denver: Icelandair 4 ferðir í viku.
New York: Icelandair daglega til JFK og fjórum sinnum í viku til Newark.
Orlando: Icelandair þrisvar í vikur.
Seattle: Icelandair alla daga vikunnar.
Washington: Icelandair fimm daga í viku

Bretland
Belfast: easyJet tvisvar í viku frá 12. desember.
Birmingham: Flybe þrisvar í viku og Icelandair tvisvar frá 5.febrúar.
Bristol: easyJet þrisvar í viku
Edinborg: easyJet þrisvar í viku
Glasgow: Icelandair fimm ferðir í viku
London: easyJet 5 til 7 ferðir í viku til Luton og þrisvar til Gatwick. Icelandair tvisvar á dag til Heathrow og allt að sex sinnum í viku til Gatwick. WOW air 10 ferðir í viku til Gatwick.
Manchester: easyJet og Icelandair þrisvar í viku.

Danmörk
Kaupmannahöfn: Icelandair 15 ferðir í viku og WOW air tíu.

Finnland
Helsinki: Icelandair þrjár til fjórar ferðir í viku

Frakkland
París: Icelandair daglega og WOW air þrisvar í viku.

Færeyjar
Þórshöfn: Atlantic Airways á föstudögum frá Keflavík

Grænland
Nuuk: Flugfélag Íslands tvær ferðir í viku frá Reykjavík
Kulusuk: Flugfélag Íslands 1 til 2 ferðir í viku frá Reykjavík.
Ilulissat: Flugfélag Íslands tvisvar í viku í mars frá Reykjavík.

Holland
Amsterdam: Icelandair daglega.

Kanada
Edmonton: Icelandair fjórum sinnum í viku.
Toronto: Icelandair fimm ferðir í viku.

Noregur
Bergen: Norwegian þrisvar í viku
Osló: Icelandair átta sinnum í viku. Norwegian þrisvar í viku. SAS allt að daglega.

Spánn:
Alicante: WOW air á laugardögum fram til 29. nóvember.

Sviss
Basel: easyJet tvær ferðir í viku.
Genf: easyJet tvisvar í viku.

Svíþjóð
Stokkhólmur: Icelandair átta brottfarir í viku

Þýskaland
Berlín: WOW air þrisvar í viku.
Frankfurt: Icelandair daglega.
Munchen: Icelandair þrjár til fjórar ferðir í viku.

Auk þessara borga bjóða ferðaskrifstofurnar upp á leiguflug til nokkurra borga og eins verður hægt að fljúga til Varsjár um jólin og til Stavanger og Þrándheims fram í byrjun nóvember.