Samfélagsmiðlar

Holtið í Vancouver

Hótelið fyrir þá sem vilja búa á tímalausum stað í göngufæri við það flesta í Vancouver.

Fyrir framan hóteldyrnar stendur prúðbúinn dyravörður og í anddyrinu eru íburðamiklar mubblur, málverk á veggum og persískar mottur á gólfum. Hér er naumhyggjunni ekki fyrir að fara í aðbúnaði né þjónustu. Starfsfólkið kann sitt fag og það skín í gegn að þetta fjölskylduhótel er ljómandi vinnustaður. Staðsetning í miðborgin gerir það að verkum að vellaunaðir farandverkamenn dvelja hér í miðri viku og Sean Connery bjó á svítunni í nokkra mánuði á meðan hann tók upp bíómynd í borginni.

Á Wedgewood hótelinu getur hinn hefðbundni ferðamaður líka fundið herbergi á viðráðanlegu verði. En þó aðallega utan aðalferðamannatímans en Icelandair flýgur beint til borgarinnar langt fram á haustið.

Wedgewood Hotel, er líkt Hótel Holt, hluti að Relais&Châteaux en innan samtakanna eru aðeins fínni gististaðir í einkaeigu en ekki keðjuhótel.

Herbergin

Líkt og í lobbínu eru herbergin innréttuð með antík húsgögnum, flúruðu veggfóðri og marmara á baðherberginu. Rúmín eru stór og afskaplega þægileg og hér eru því kjöraðstæður til að sofa úr sér flugþreytuna.

Staðsetning

Það er varla hægt að vera meira miðsvæðis en hér við Robson Square og þeir sem ætla að gera stórverslunum skil í ferðinni þurfa aðeins að labba niður á horn til að hefja búðaröltið. Það er líka örstutt í skemmtileg hverfi eins og Yaletown og það tekur aðeins tíu mínútur að rölta niður að kajanum þaðan sem ferjurnar sigla yfir á Granville Island, einn vinsælasta áningastað ferðamanna í borginni.

Maturinn

Það eru ekki bara hótelgestir sem venja komur sínar á Wedgewood því veitingastaður hússins, Bacchus, og barinn lokka einnig marga til sín. Þeir sem vilja fá sér klassíska máltíð eða bara hanastél ættu því að líta við. Morgunverðarmatseðill húsins er ljómandi.

Verðið

Hótel í þessum klassa kosta sitt en í Vancouver, líkt og svo mörgum öðrum borgum, þá hægist á umferð ferðamanna á ákveðnum tímum ársins. Þeir sem kjósa til dæmis að gera borginni skil í byrjun hausts geta þannig fengið herbergi á helmingi lægra verði en þeir sem þangað koma yfir sumarið. Það er þó ólíklegt að nóttin kosti minna en tæpar 30 þúsund krónur. Hér má reglulega finna tilboð á gistingu á Wedgewood Hotel and Spa. En eins og nafnið gefur til kynna má einnig fara í gufubað og fá nudd á hótelinu.

Sjá heimasíðu Wedgewood hér.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …