Samfélagsmiðlar

Borðað beint úr bílnum í Vancouver

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver.

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver. Hagsýnir túristar sem vilja fá sér gott að éta ættu að fylgja fordæmi heimamanna og borða á götunni.

Einkabílinn á undir högg að sækja í stærstu borginni á vesturströnd Kanada. Borgarstjórinn hefur lagt hjólastíga út um allar trissur og í bílastæðunum eru trukkar þar sem útbúinn er skyndibiti. Þess háttar matsala fór á flug þegar Vancouver hélt vetrarólympíuleikana árið 2010 og hefur nú öðlast fastan sess í borginni. Hugmyndaauðgi einkennir matseðlana sem hanga á bílunum og alveg nauðsynlegt að gera þessu hluta af matarmenningu Vancouver góð skil í ferð til borgarinnar. Það kostar heldur ekki mikið. Réttirnir eru víðast á 500 til 1000 krónur og margir þeirra metta á við nokkrar soðnar pylsur.

Skyndibiti úr sjónum

Vegna nálægðarinnar við hafið er hefð fyrir því að elda góða fiskrétti á veitingahúsunum á þessum slóðum og í bílunum hafa þau ekki undan að elda skyndibita úr sjávarfangi. Tveir þeirra stela eiginlega senunni í þessari deild. Það er Tacofino sem setur saman frábært taco úr steiktum þorski og túnfiskurinn í wasabi majónesinu er ekki síðri. Síðan er það The Kaboom Box Food sem sérhæfir sig í reyktum laxi. Þar kallast aðalrétturinn „Salmwhich” og samanstendur af reyktum laxi í grillaðri, mjúkri brauðbollu með sterku majó og káli sem hefur legið í hunangssinnepi.

Þúsundosta samlokur

Bræddur ostur hefur lengi þótt passa vel ofan á grillað brauð. Hjá Mom´s Grilled Cheese er þessi blanda tekin alla leið og hver samloka er með nokkrum tegundum af osti. Eins og gefur að skilja er þetta ekkert léttmeti og ferðamaðurinn heldur því saddur í áframhaldandi göngu um borgina.

Tandoori ofn í trukknum

Naan brauð og kebab mætast ekki reglulega á matseðli og hvað þá í einum og sama réttinum. Hjá Soho Road Naan Kebab leika þau sér hins vegar að þessari blöndu og er brauðið bakað í sérútbúnum tandoori ofn sem komið hefur verið fyrir í bílnum. Fínt dæmi um þann metnað sem ríkir hjá bílakokkunum í Vancouver. Vij’s Railway Express er svo fyrir þá sem vilja naanbrauð með ósviknum indverskan mat.

Pylsur með þangi

Auðvitað er líka hægt að fá sér grillaða pylsu út á götu í Vancouver líkt og alls staðar annars staðar í heiminum. Vinsælasta útgáfan af þessum klassíska skyndibita þar í borg er hins vegar sótt til Japan og er seld úr vögnum merktum Japadog. Hér er meðlætið sett ofan á stóra pylsu og flestir toppa réttinn með vænum skammti af þangi.

Eini gallinn við þessa matartrukka er sá að þeir eru sífellt á ferðinni og ekki alltaf hægt að ganga að þeim sem vísum. Margir parkera hins vegar við torgið aftan við Vancouver Art Gallery í miðborginni og þar má oftast finna góðan götumat. Á heimasíðum staðanna eru alltaf nýuppfærðar upplýsingar um hvar bílarnir leggja þann daginn og svo eru nokkur öpp með þessar háttar upplýsingar á reiðum höndum.

Icelandair flýgur til Vancouver frá vori og fram á haust.

Vegvísir fyrir Vancouver

 

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …