Samfélagsmiðlar

Borðað beint úr bílnum í Vancouver

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver.

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver. Hagsýnir túristar sem vilja fá sér gott að éta ættu að fylgja fordæmi heimamanna og borða á götunni.

Einkabílinn á undir högg að sækja í stærstu borginni á vesturströnd Kanada. Borgarstjórinn hefur lagt hjólastíga út um allar trissur og í bílastæðunum eru trukkar þar sem útbúinn er skyndibiti. Þess háttar matsala fór á flug þegar Vancouver hélt vetrarólympíuleikana árið 2010 og hefur nú öðlast fastan sess í borginni. Hugmyndaauðgi einkennir matseðlana sem hanga á bílunum og alveg nauðsynlegt að gera þessu hluta af matarmenningu Vancouver góð skil í ferð til borgarinnar. Það kostar heldur ekki mikið. Réttirnir eru víðast á 500 til 1000 krónur og margir þeirra metta á við nokkrar soðnar pylsur.

Skyndibiti úr sjónum

Vegna nálægðarinnar við hafið er hefð fyrir því að elda góða fiskrétti á veitingahúsunum á þessum slóðum og í bílunum hafa þau ekki undan að elda skyndibita úr sjávarfangi. Tveir þeirra stela eiginlega senunni í þessari deild. Það er Tacofino sem setur saman frábært taco úr steiktum þorski og túnfiskurinn í wasabi majónesinu er ekki síðri. Síðan er það The Kaboom Box Food sem sérhæfir sig í reyktum laxi. Þar kallast aðalrétturinn „Salmwhich” og samanstendur af reyktum laxi í grillaðri, mjúkri brauðbollu með sterku majó og káli sem hefur legið í hunangssinnepi.

Þúsundosta samlokur

Bræddur ostur hefur lengi þótt passa vel ofan á grillað brauð. Hjá Mom´s Grilled Cheese er þessi blanda tekin alla leið og hver samloka er með nokkrum tegundum af osti. Eins og gefur að skilja er þetta ekkert léttmeti og ferðamaðurinn heldur því saddur í áframhaldandi göngu um borgina.

Tandoori ofn í trukknum

Naan brauð og kebab mætast ekki reglulega á matseðli og hvað þá í einum og sama réttinum. Hjá Soho Road Naan Kebab leika þau sér hins vegar að þessari blöndu og er brauðið bakað í sérútbúnum tandoori ofn sem komið hefur verið fyrir í bílnum. Fínt dæmi um þann metnað sem ríkir hjá bílakokkunum í Vancouver. Vij’s Railway Express er svo fyrir þá sem vilja naanbrauð með ósviknum indverskan mat.

Pylsur með þangi

Auðvitað er líka hægt að fá sér grillaða pylsu út á götu í Vancouver líkt og alls staðar annars staðar í heiminum. Vinsælasta útgáfan af þessum klassíska skyndibita þar í borg er hins vegar sótt til Japan og er seld úr vögnum merktum Japadog. Hér er meðlætið sett ofan á stóra pylsu og flestir toppa réttinn með vænum skammti af þangi.

Eini gallinn við þessa matartrukka er sá að þeir eru sífellt á ferðinni og ekki alltaf hægt að ganga að þeim sem vísum. Margir parkera hins vegar við torgið aftan við Vancouver Art Gallery í miðborginni og þar má oftast finna góðan götumat. Á heimasíðum staðanna eru alltaf nýuppfærðar upplýsingar um hvar bílarnir leggja þann daginn og svo eru nokkur öpp með þessar háttar upplýsingar á reiðum höndum.

Icelandair flýgur til Vancouver frá vori og fram á haust.

Vegvísir fyrir Vancouver

 

Nýtt efni

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …