Samfélagsmiðlar

Borðað beint úr bílnum í Vancouver

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver.

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver. Hagsýnir túristar sem vilja fá sér gott að éta ættu að fylgja fordæmi heimamanna og borða á götunni.

Einkabílinn á undir högg að sækja í stærstu borginni á vesturströnd Kanada. Borgarstjórinn hefur lagt hjólastíga út um allar trissur og í bílastæðunum eru trukkar þar sem útbúinn er skyndibiti. Þess háttar matsala fór á flug þegar Vancouver hélt vetrarólympíuleikana árið 2010 og hefur nú öðlast fastan sess í borginni. Hugmyndaauðgi einkennir matseðlana sem hanga á bílunum og alveg nauðsynlegt að gera þessu hluta af matarmenningu Vancouver góð skil í ferð til borgarinnar. Það kostar heldur ekki mikið. Réttirnir eru víðast á 500 til 1000 krónur og margir þeirra metta á við nokkrar soðnar pylsur.

Skyndibiti úr sjónum

Vegna nálægðarinnar við hafið er hefð fyrir því að elda góða fiskrétti á veitingahúsunum á þessum slóðum og í bílunum hafa þau ekki undan að elda skyndibita úr sjávarfangi. Tveir þeirra stela eiginlega senunni í þessari deild. Það er Tacofino sem setur saman frábært taco úr steiktum þorski og túnfiskurinn í wasabi majónesinu er ekki síðri. Síðan er það The Kaboom Box Food sem sérhæfir sig í reyktum laxi. Þar kallast aðalrétturinn „Salmwhich” og samanstendur af reyktum laxi í grillaðri, mjúkri brauðbollu með sterku majó og káli sem hefur legið í hunangssinnepi.

Þúsundosta samlokur

Bræddur ostur hefur lengi þótt passa vel ofan á grillað brauð. Hjá Mom´s Grilled Cheese er þessi blanda tekin alla leið og hver samloka er með nokkrum tegundum af osti. Eins og gefur að skilja er þetta ekkert léttmeti og ferðamaðurinn heldur því saddur í áframhaldandi göngu um borgina.

Tandoori ofn í trukknum

Naan brauð og kebab mætast ekki reglulega á matseðli og hvað þá í einum og sama réttinum. Hjá Soho Road Naan Kebab leika þau sér hins vegar að þessari blöndu og er brauðið bakað í sérútbúnum tandoori ofn sem komið hefur verið fyrir í bílnum. Fínt dæmi um þann metnað sem ríkir hjá bílakokkunum í Vancouver. Vij’s Railway Express er svo fyrir þá sem vilja naanbrauð með ósviknum indverskan mat.

Pylsur með þangi

Auðvitað er líka hægt að fá sér grillaða pylsu út á götu í Vancouver líkt og alls staðar annars staðar í heiminum. Vinsælasta útgáfan af þessum klassíska skyndibita þar í borg er hins vegar sótt til Japan og er seld úr vögnum merktum Japadog. Hér er meðlætið sett ofan á stóra pylsu og flestir toppa réttinn með vænum skammti af þangi.

Eini gallinn við þessa matartrukka er sá að þeir eru sífellt á ferðinni og ekki alltaf hægt að ganga að þeim sem vísum. Margir parkera hins vegar við torgið aftan við Vancouver Art Gallery í miðborginni og þar má oftast finna góðan götumat. Á heimasíðum staðanna eru alltaf nýuppfærðar upplýsingar um hvar bílarnir leggja þann daginn og svo eru nokkur öpp með þessar háttar upplýsingar á reiðum höndum.

Icelandair flýgur til Vancouver frá vori og fram á haust.

Vegvísir fyrir Vancouver

 

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …