Nærri öll sætin skipuð hjá WOW air

Í júlí setti WOW air farþegamet og í ágúst stefnir í enn betri árangur. Forsvarsmenn félagsins vilja ekki tjá sig um brottrekstur tveggja framkvæmdastjóra. MEIRA

 

Í júlí setti WOW air farþegamet og í ágúst stefnir í enn betri árangur. Forsvarsmenn félagsins vilja ekki tjá sig um brottrekstur tveggja framkvæmdastjóra.

Það sem af er ágústmánuði er sætanýtingin hjá WOW air 95 prósent að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins. Í júlí bætti félagið fyrra met sitt þegar um 73 þúsund farþegar flugu með því og þá voru 92 prósent sætanna skipuð. Til samanburðar má geta að sætanýting easyJet, yfir sumarið, hefur ekki farið upp fyrir 93 prósent á mánuði sl. áratug og hjá Icelandair hefur nýtingin mest verið 86 prósent síðustu ár. Þessi þrjú félög eru umsvifamest á Keflavíkurflugvelli.

Tilboð í sumar

Líkt og Túristi greindi frá þá voru tilboðsverð WOW air í byrjun sumars nokkru lægri en á sama tíma í fyrra. Eins auglýsti félagið sæti til fjögurra áfangastaða á 7.990 krónur fyrr í þessum mánuði. Svo lág fargjöld bjóðast ekki oft yfir aðal ferðamannatímabilið. Svanhvít sagði tilboðið þó ekki til marks um að sala á flugsætum til þessara borga hafi verið dræm heldur væri það markmið WOW air að fylla vélarnar.

Vilja ekki tjá sig um brottrekstur

Tveir framkvæmdastjórar hjá WOW air, Tómas Ingason og Arnar Már Arnþórsson, voru reknir úr starfi í fyrradag líkt og Túristi greindi frá. Svanhvít sagði uppsagnirnar lið í því að fylgja lággjaldastefnunni eftir enn frekar. Túristi óskaði nánari skýringar á hvað það þýddi en í svari Svanhvítar segir að forsvarsmenn WOW air hafi ekki meira um málið að segja.

NÝJAR GREINAR: Hingað verður flogið beint í veturFleiri farþegar með Delta frá Keflavík

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny