Fleiri flugleiðir til Íslands í sigtinu

Flugfélagið Norwegian hefur fengið afgreiðslutíma í Keflavík fyrir flug til London og Kaupmannahafnar. Félagið hefur ekki nýtt sér þessa tíma en talsmaður félagsins segir aukið flug til Íslands þó ennþá inni í myndinni. MEIRA

 

 

Flugfélagið Norwegian hefur fengið afgreiðslutíma í Keflavík fyrir flug til London og Kaupmannahafnar. Félagið hefur ekki nýtt sér þessa tíma en talsmaður félagsins segir aukið flug til Íslands þó ennþá inni í myndinni.

Vöxtur norska flugfélagsins Norwegian hefur verið hraður undanfarin ár og er það nú þriðja umsvifamesta lággjaldaflugfélag Evrópu. Félagið er einnig fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið til að bjóða upp á flug til N-Ameríku og Asíu.

Fyrir rúmum tveimur árum hófst Íslandsflug Norwegian og flýgur félagið hingað þrisvar í viku frá Osló og Bergen.

Kaupmannahöfn og London í biðstöðu

Félagið fékk einnig leyfi til að hefja flug milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í sumar en nýtti sér það ekki og útlit er fyrir að félagið muni ekki heldur blanda sér í samkeppnina um farþega á leið hingað frá höfuðborg Bretlands í vetur líkt og var í kortunum. Það staðfestir Lasse Sandaker-Nielsen, talsmaður félagsins, í svari til Túrista. Hann segir hins vegar að forsvarsmenn félagsins haldi áfram að skoða nýjar flugleiðir en hann geti ekki sagt fyrir um hugsanlega aukningu í Reykjavík.

Í viðtali við Túrista síðastliðið haust sagði Bjørn Kjos, forstjóri Norwegian, að honum þætti Ísland spennandi áfangastaður og hann gæti hugsað sér að fljúga þangað frá fleiri borgum.

NÝJAR GREINAR: Metmánuður hjá íslensku flugfélögunum56 ferðir á dag frá Keflavík
TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny