Farið til London lækkar um allt að helming

Lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, Oslóar og London sveiflast í allar áttir eftir mánuðum og flugfélögum. Til allra þessara borga má fljúga fyrir innan við 30 þúsund krónur í nóvember er verðið er hærra í september. MEIRA

 

 

 

Lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, Oslóar og London sveiflast í allar áttir eftir mánuðum og flugfélögum. Til allra þessara borga má fljúga fyrir innan við 30 þúsund krónur í nóvember er verðið er hærra í september.

Í lok október hefur easyJet áætlunarflug hingað frá Gatwick og bætist sú leið við flug félagsins milli Keflavíkur og Luton. Vikulega mun félagið því fljúga til Íslands allt að tíu sinnum í viku frá höfuðborg Bretlands.

Þessi auknu umsvif lággjaldaflugfélagsins hafa haft töluverð áhrif á fargjöldin á þessari flugleið samkvæmt verðkönnunum Túrista. Lægsta farið, fram og tilbaka, með easyJet í byrjun nóvember hefur t.a.m. lækkað um helming frá sama tíma í fyrra og er núna tæplega 23 þúsund krónur með farangri. Hjá WOW air nemur lækkunin þriðjungi og hjá Icelandair er verðið fjórðungi lægra eins og súluritið sýnir. Smelltu hér til að sjá nákvæmar tölur.

Þróun lægstu fargjalda til London í viku 44 (27.okt til 2.nóv) milli ára

Dýrara í september

Ef ferðinni er heitið út eftir fjórar vikur þá kostar mun meira að bóka far til London með easyJet og WOW air en það kostaði á sama tíma í fyrra og hittifyrra. Icelandair hefur hins vegar lækkað sín verð. WOW air býður hins vegar lægst til Kaupmannahafnar í byrjun september og ódýrasta farið til Oslóar er hjá SAS. Á næstu síðu (smelltu hér) má sjá hvernig fargjöldin í byrjun september og nóvember hafa þróast milli ára.

 

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir fríið

 

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny