Sérvalin Parísarhótel í ódýrari kantinum

Varstu að kaupa flugmiða til Parísar á tilboði? Hér eru nokkrir gististaðir í borg ljósanna sem hafa komist í gegnum síuna hjá fagurkerum Tablet Hotels. MEIRA

 

 

 

Varstu að kaupa flugmiða til Parísar á tilboði? Hér eru nokkrir gististaðir í borg ljósanna sem hafa komist í gegnum síuna hjá fagurkerum Tablet Hotels.

Í vikunni hafa bæði Icelandair og WOW air slegið af fargjaldinu til höfuðborgar Frakklands í vetur. Það eru því líklega ófáir með miða til borgarinnar í höndunum núna en enga gistingu. Þeir sem kjósa hótel sem eru á einhvern hátt sér á báti og tilheyra ekki stórum hótelkeðjum ættu að kanna úrvalið hjá Tablet Hotels.

Inn á bókunarsíðuna komast aðeins hótel sem útsendarar Tablet telja vera góð og vel peninganna virði. Ef gestir Tablet eru hins vegar ekki á sama máli þá er hótelunum umsvifalaust eytt út af listanum.

Hótelstjórarnir verða einnig að lofa að þeir bjóði engum betri kjör en notendum Tablet.

Smelltu hér til að skoða hvað er í boði í París. Nóttin á því ódýrasta kostar 12 þúsund krónur og þeir sem vilja heldur gera verðsamanburð á fleiri hótelum í París smella hér.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR