Um 10 til 15 störf frá Íslandi til Lettlands

Í byrjun vetrar er gert ráð fyrir að fyrstu farþegar nýs flugfélags í eigu Primera Air fari í loftið. Með breytingunum færast störf frá skrifstofum félagsins í Reykjavík til Riga í Lettland. MEIRA

 

Í byrjun vetrar er gert ráð fyrir að fyrstu farþegar nýs flugfélags í eigu Primera Air fari í loftið. Með breytingunum færast störf frá skrifstofum félagsins í Reykjavík til Riga í Lettlandi.

Hið íslenska Primera Air hefur sótt um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt flugfélag í Lettlandi. Í dag notast Primera Air við danskt flugrekstrarleyfi en samkvæmt tilkynningu er ástæðan fyrir stofnun félags í Lettlandi sú að þannig verður Primera Air sveigjanlegra en ef aðeins væri stuðst við danska leyfið.

Í ferðaritinu Standby.dk er haft eftir Jacob Helle, viðskiptastjóra Primera Air, að með ódýrari starfskrafti í Lettlandi verði félagið samkeppnishæfara á mörkuðum utan Norðurlandanna. Nýráðinn forstjóri, Hrafn Þorgeirsson, tekur í svipaðan streng í viðtali við ferðaritið Checkin.dk. Þar segir hann að kostnaðurinn við að reka flugfélög í Danmörku og Svíþjóð sé of hár ef keppa eigi á öðrum evrópskum mörkuðum.

Ný skrifstofa í Riga

Samhliða stofnun flugfélags í Lettlandi mun Primera Air jafnframt opna skrifstofur í höfuðborginni Riga. Nokkrir af stjórnendum félagins, þar á meðal Hrafn, flytjast þangað. Eins munu tíu til fimmtán störf við flug- og viðhaldsstjórn færast héðan til Riga samkvæmt því sem kemur fram á Checkin.dk.

Jón Karl Ólafsson lét af störfum sem forstjóri Primera Air á föstudaginn síðasta þegar tilkynnt var um stofnun nýja félagsins í Lettlandi.

Hér á landi hefur Primera Air aðallega stundað leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, þar á meðal systurfélagið Heimsferðir. Flugfélagið býður einnig reglulega upp á ferðir til Kaupmannahafnar, Billund og Alicante.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny