15 svölustu hverfi í heimi

nytorget

Skríbentar tískuritsins Vogue hefur tekið saman lista yfir þau hverfi sem þeim þykja mest töff. 101 kemst ekki á listann.

 

Skríbentar tískuritsins Vogue hefur tekið saman lista yfir þau hverfi sem þeim þykja mest töff. 101 kemst ekki á listann.

Í áratugi hefur tímaritið Vogue haft puttann á púlsinum þegar kemur að því sem er „inn“. Nú hafa aðstandendur blaðsins sett saman lista yfir þau fimmtán borgarhverfi sem eru þau smörtustu. Eini fulltrúi Norðurlanda á þessum lista er Södermalm í Stokkhólmi og er þessi vinsæli suðurhluti sænsku höfuðborgarinnar í þriðja sæti á heimsvísu. Ekkert annað hverfi í Evrópu kemst ofar á lista.

Söder, eins og heimamenn kalla þennan bæjarhluta, er því svalasta íbúðahverfi Evrópu að mati Vogue.

Í öðru sæti á lista Vogue er West Queen West í Toronto sem útsendari Túrista mælti með að fólk gæfi góðan gaum á ferðalagi sínu til borgarinnar.

15 svölustu hverfi í heimi að mati Vogue:

 1. Shimokitazawa, Tókýó, Japan
 2. West queen west, Toronto, Kanada
 3. Södermalm, Stokkhólmur, Svíþjóð
 4. Tiong Bahru í Singpúr
 5. Centro, Sao Paolo, Brasilíu
 6. Canal Saint-Martin, París, Frakklandi
 7. Bushwick, New York, Bandaríkjunum
 8. Brera, Mílanó, Ítalíu
 9. Wynwood, Miami, Bandaríkjunum
 10. Zona Rosa/La Condesa, Mexíkóborg, Mexíkó
 11. Fitzroy, Melbourne, Ástralía
 12. Silver lake, Los Angeles, Bandaríkjunum
 13. Hackney, London, Bretlandi
 14. Kreuzberg, Berlín, Þýskalandi
 15. Dashanzi, Peking, Kina