Samfélagsmiðlar

Áfram heimilt að styrkja rekstur Akureyrarflugvallar

Útlit var fyrir að nýjar reglur Evrópusambandsins um ríkisstyrki til flugvalla myndu hafa töluverð áhrif á rekstur flugvallanna í Reykjavík og Akureyri. Nú virðast þeir báðir sloppnir fyrir horn, í bili að minnsta kosti.

 

 

Útlit var fyrir að nýjar reglur Evrópusambandsins um ríkisstyrki til flugvalla myndu hafa töluverð áhrif á rekstur flugvallanna í Reykjavík og Akureyri. Nú virðast þeir báðir sloppnir fyrir horn, í bili að minnsta kosti.

Rekstur allra flughafna með meira en tvö hundruð þúsund farþega á ári á að standa undir sér samkvæmt nýjum reglum ESB sem gilda einnig hér á landi. Starfsemina má ekki fjármagna með almannafé. Tillögur að þessum nýju reglum voru kynntar voru fyrir ári síðan og þá leit út fyrir að þær myndu hafa áhrif á rekstur Reykjavíkurflugvallar og Akureyrarflugvallar líkt og Túristi greindi frá. Eftir breytingar er staðan hins vegar önnur.

Aðeins turnþjónustan styrkt í Reykjavík

Á síðasta ári stóðu notendagjöld á Reykjavíkurflugvelli undir nærri sextíu prósent af rekstrarkostnaði en 358 þúsund farþegar fóru þá um völlinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, rekstraraðila flugvallanna hér á landi, þá er það aðeins turnþjónusta Reykjavíkurflugvallar sem er styrkt og það er áfram leyfilegt samkvæmt nýju reglunum. Verði hins vegar farið út í framkvæmdir á flugvallarsvæðinu má ríkið að hámarki greiða þrjá fjórðu hluta fjárfestingarinnar. Hugsanlega yrðu veittar undanþágur frá þessu hámarki þar sem flugvöllurinn er mikilvægur í að tryggja samgöngur við afskekkt byggðarlög segir í svari Isavia.

Færri farþegar á Akureyri

Í fyrra flugu tæplega 180 þúsund farþegar til og frá Akureyri en eins og áður segir á bann við ríkisstyrkjum aðeins við um flughafnir með meira en 200 þúsund farþega. Árin 2007, 2008 og 2011 fór farþegafjöldinn á Akureyrarflugvelli hins vegar yfir þetta hámark. Í fyrra var gert ráð fyrir að notendagjöld vallarins stæðu straum af innan við fimmtungi af rekstrarkostnaði hans og aukinn farþegafjöldi gæti því haft mikil áhrif starfsemina. En líkt og áður hefur komið fram vinna forsvarsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi að því að fá erlend flugfélög til að bjóða upp á áætlunarflug þaðan. Ef úr því verður og farþegafjöldinn fer yfir 200 þúsund á ári þá þyrfi reksturinn að standa undir sér nema völlurinn fengi undanþágu sem afskekktur flugvöllur. Þess ber að geta að flugvallaryfirvöld hafa tíu ár til að aðlaga sig að þessum nýju reglum og hugsanlega

Oslarflugvöllur greiðir fyrir þá minni

Í Noregi var óttast að krafan um sjálfbærni flugvalla myndi hafa slæm áhrif á rekstur nokkurra flughafna þar í landi. Samkvæmt frétt NFK er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki því í Noregi er hagnaður Oslóarflugvallar meðal annars nýttur í að fjármagna minni flugvelli. Norska ríkið styrkir því ekki reksturinn beint.

Reglurnar hafa ekki áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar þar sem hún nýtur ekki opinberra styrkja.

TENGDAR GREINAR: Banna ríkisstyrki til flugvallaSegjast ekki á leið norðurLeggja áherslu á Keflavíkurflugvöll
NÝJAR GREINAR: Vilja tryggja farþega fyrir gjaldþrotum Í þessu toppa íbúar Portland

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …