Stórauka flug til Íslands

Tíunda sumarið í röð mun þýska flugfélagið Airberlin fljúga hingað frá nokkrum flugvöllum á meginlandinu. Forsvarsmenn félagsins stefna á aukin vöxt hér á landi á næsta ári.

 

 

Tíunda sumarið í röð mun þýska flugfélagið Airberlin fljúga hingað frá nokkrum flugvöllum á meginlandinu. Forsvarsmenn félagsins stefna á aukin vöxt hér á landi á næsta ári.

Yfir sumarmánuðina er Airberlin alla jafna umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Þetta næststærsta flugfélag Þýskalands flýgur hingað frá fjórum þýskum borgum og dótturfélagið, flyNiki, kemur hingað frá Vínarborg tvisvar í viku.

Fimm áfangastaðir

Undanfarin ár hefur Íslandsflugið verið í föstum skorðum og hafist í byrjun júní og síðustu ferðirnar farnar fyrstu dagana í september. Á því verður hins vegar mikil breyting á næsta ári. Þá mun áætlunarflug Airberlin til Íslands hefjast fyrsta maí og standa yfir fram í lok október. Tímabilið verður þar af leiðandi nærri tvöfalt lengra en í ár. Theresa Krohn, upplýsingafulltrúi félagsins, segir við Túrista að forsvarsmenn Airberlin séu mjög ánægðir með þróun flugleiðanna til Íslands. Hún segir þó að enn sem komið er sé ekki á dagskrá að starfrækja þessar leiðir yfir vetrarmánuðina.

Sex ferðir í viku til Berlínar

Jómfrúarflug Airberlin til Íslands var farið í júní árið 2006 og næsta sumar verður þá það tíunda í röð sem félagið býður upp á ferðir hingað. Áfangastaðirnir frá Keflavík verða áfram Berlín, Dusseldorf, Hamborg, Munchen og Vínarborg. Farnar verða tvær til þrjár ferðir í viku til hverrar borgar fyrir sig en til Berlínar fjölgar vikulegum flugum úr fjórum í sex.

Eins og áður eru allar brottfarir Airberlin frá Keflavíkurflugvelli skömmu eftir miðnætti. Farþegarnir eru þá komnir á meginland Evrópu árla dags.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM

TILBOÐ Í BERLÍN: Frítt freyðivín á notalegu hóteli10% afsláttur af orlofsíbúðum
NÝJAR GREINAR: TVÖFALT HÆRRA GISTINÁTTAGJALD
FLOGIÐ Í SKÍÐABREKKURNAR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny