Samfélagsmiðlar

Stórauka flug til Íslands

Tíunda sumarið í röð mun þýska flugfélagið Airberlin fljúga hingað frá nokkrum flugvöllum á meginlandinu. Forsvarsmenn félagsins stefna á aukin vöxt hér á landi á næsta ári.

 

 

Tíunda sumarið í röð mun þýska flugfélagið Airberlin fljúga hingað frá nokkrum flugvöllum á meginlandinu. Forsvarsmenn félagsins stefna á aukin vöxt hér á landi á næsta ári.

Yfir sumarmánuðina er Airberlin alla jafna umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Þetta næststærsta flugfélag Þýskalands flýgur hingað frá fjórum þýskum borgum og dótturfélagið, flyNiki, kemur hingað frá Vínarborg tvisvar í viku.

Fimm áfangastaðir

Undanfarin ár hefur Íslandsflugið verið í föstum skorðum og hafist í byrjun júní og síðustu ferðirnar farnar fyrstu dagana í september. Á því verður hins vegar mikil breyting á næsta ári. Þá mun áætlunarflug Airberlin til Íslands hefjast fyrsta maí og standa yfir fram í lok október. Tímabilið verður þar af leiðandi nærri tvöfalt lengra en í ár. Theresa Krohn, upplýsingafulltrúi félagsins, segir við Túrista að forsvarsmenn Airberlin séu mjög ánægðir með þróun flugleiðanna til Íslands. Hún segir þó að enn sem komið er sé ekki á dagskrá að starfrækja þessar leiðir yfir vetrarmánuðina.

Sex ferðir í viku til Berlínar

Jómfrúarflug Airberlin til Íslands var farið í júní árið 2006 og næsta sumar verður þá það tíunda í röð sem félagið býður upp á ferðir hingað. Áfangastaðirnir frá Keflavík verða áfram Berlín, Dusseldorf, Hamborg, Munchen og Vínarborg. Farnar verða tvær til þrjár ferðir í viku til hverrar borgar fyrir sig en til Berlínar fjölgar vikulegum flugum úr fjórum í sex.

Eins og áður eru allar brottfarir Airberlin frá Keflavíkurflugvelli skömmu eftir miðnætti. Farþegarnir eru þá komnir á meginland Evrópu árla dags.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM

TILBOÐ Í BERLÍN: Frítt freyðivín á notalegu hóteli10% afsláttur af orlofsíbúðum
NÝJAR GREINAR: TVÖFALT HÆRRA GISTINÁTTAGJALD
FLOGIÐ Í SKÍÐABREKKURNAR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …