Bæta við jólaferðum til Íslands

Dagana í kringum hátíðarnar munu þotur á vegum tveggja af stærstu lággjaldaflugfélögum Evrópu fljúga aukaferðir til Keflavíkur.

 

 

 

Dagana í kringum hátíðarnar munu þotur á vegum tveggja af stærstu lágfargjaldaflugfélögum Evrópu fljúga aukaferðir til Keflavíkur.

Í vetur stefnir í að hið breska easyJet verði næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Vélar félagsins munu þá fljúga allt að tíu sinnum í viku frá Keflavík til flugvallanna í Luton og Gatwick í nágrenni við London. Þrátt fyrir þetta mikla framboð mun félagið bæta við þremur ferðum hingað frá London dagana fyrir og eftir jól. Lægstu fargjöld eru á rúmar fimmtán þúsund krónur fyrir hvern fluglegg.

Barcelona um jólin

Í september lauk sumarvertíð spænska flugfélagsins Vueling hér á landi. Forsvarsmenn félagsins bættu töluverðu við framboð sitt af brottförum héðan í sumar og ætla einnig að bjóða upp á sérstakar ferðir til Íslands um jól og áramót. En á þeim tíma árs er ekki annað beint flug í boði til spænsku borgarinnar frá Keflavík. Verð á þessum ferðum er hins vegar orðið nokkuð hátt og kostar farið ekki minna en 60 þúsund krónur báðar leiðir og þá á eftir að bæta við bókunar- og farangursgjaldi.

Aukin eftirspurn eftir Íslandsferðum í skólafríinu

Síðustu vikuna í október eru mörg bresk skólabörn í fríi og þá fljúga margir til útlanda. Andy Cockburn, upplýsingafulltrúi easyJet, segir í svari til Túrista að vegna mikillar eftirspurnar muni félagið bjóða upp á tvö flug á dag til Íslands frá Luton síðustu dagana í október. Þessa sömu daga hefur easyJet svo flug hingað frá Gatwick flugvelli.

NÝJAR GREINAR: Áfram heimilt að styrkja AkureyrarflugvöllSafna myndum af tillitslausum farþegum

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny