Bílaleigubílar á Spáni margfalt ódýrari nú en í sumar

Það var nærri fimm sinnum dýrara að leigja bíl í Barcelona í júlí en það verður nú í haust og í byrjun vetrar.

Hingað til hefur verið gert hlé á áætlunarflugi héðan til Barcelona í lok sumars. Í ár mun Vueling hins vegar fljúga þangað fram í lok september og WOW air til loka október. Íslenska félagið ásamt Primera Air mun svo bjóða upp á reglulegt flug til Alicante fram í nóvember.

Þeir sem ætla til Spánar á næstunni og hafa ekki bókað flug geta ennþá fundið miða, báðar leiðir, á um fimmtíu þúsund krónur að viðbættum bókunar- og farangursgjöldum. Flest flugin eru þó mun dýrari og margar ferðir eru uppseldar. Það er því greinilega markaður fyrir flug á meginland Spánar fram í byrjun vetrar og jafnvel lengur.

Vikuleiga á tæpar sex þúsund

Það er sennilega óhætt að fullyrða að margir þeirra sem hafa nú þegar keypt farmiða til Barcelona og Alicante ætli að hafa bíl til umráða í fríinu, til dæmis til að geta keyrt milli golfvalla. Í sumar gerði Túristi reglulegar verðkannanir á bílaleigum í þessum tveimur borgum og þá kostaði tveggja vikna leiga á millistórum bíl fimmtíu til áttatíu þúsund. Núna er leigan miklu lægri og hægt að fá bíl í hálfan mánuð fyrir um tuttugu þúsund krónur.

Túristi gerði á ný samanburð á leigunum við flugvellina í Alicante og Barcelona og nú var kannað hvað bíll í viku kostar í september, október og nóvember. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá eru taxtarnir í Barcelona mun hærri en í Alicante. Verðin voru fundin í bílaleiguleit Túrista sem knúin er af Rentalcars.com. Kannanir okkar hafa sýnt að sú leitarvél finnur oft mun lægri verð en til að mynda bílaleigurnar sjálfar bjóða ef farið er beint á heimasíður þeirra.

Vikuleiga á bíl í „compact“ flokki

Dagsetning Alicante Barcelona
20-27.sep 5.924 kr. 10.012 kr.
11-18.okt 7.222 kr. 11.012 kr.
15-22.nóv 7.222 kr. 11.251 kr.

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUM ÚT UM ALLAN HEIM

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR