Færri Íslendingar leggja leið sína til Kaupmannahafnar

Á fyrri hluta ársins fjölgaði ferðum Íslendinga til útlanda um nærri tíund en gistinóttum okkar í Kaupmannahöfn fækkaði á sama tíma.

 

 

 

Á fyrri hluta ársins fjölgaði ferðum Íslendinga til útlanda um nærri tíund en gistinóttum okkar í Kaupmannahöfn fækkaði á sama tíma.

Daglega er boðið upp á nokkrar ferðir héðan til höfuðborgar Danmerkur og er framboð á flugi þangað frá Keflavík meira en til nokkurrar annarrar borgar að London undanskilinni. Það virðist þó sem dregið hafi úr vinsældum borgarinnar hjá íslenskum ferðamönnum samkvæmt tölum frá dönsku hagstofunni yfir gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn. Á fyrri hluta þessa árs fækkaði nefnilega gistinóttunum um 0,4 prósent en á sama tíma fjölgaði ferðum Íslendinga til útlanda umtalsvert eða um nærri níu prósent. Það hafa því hlutfallslega færri Íslendingar lagt leið sína til dönsku höfuðborgarinnar á fyrri helmingi þessa árs í samanburði við sama tíma í fyrra.

Eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá eru hefur íslenskum hótelgestum í Kaupmannahöfn fækkað verulega á milli ára. Hér eru þó aðeins bornar saman tölur fyrir fyrri helming hvers árs.

TILBOÐ Í KAUPMANNAHÖFN: 15% AFSLÁTTUR Á GÓÐU HÓTELI

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN