Hækka töskugjaldið á ný

Upphaflega kostaði ekkert að taka með sér tösku í flug með WOW air. Tveimur árum síðar verða þeir farþegar sem vilja hafa með sér stærri farangur að borga um átta þúsund krónur undir töskuna báðar leiðir. Forstjórinn segir gjaldskrána hækka og lækka. MEIRA

 

Upphaflega kostaði ekkert að taka með sér tösku í flug með WOW air. Tveimur árum síðar verða þeir farþegar sem vilja hafa með sér stærri farangur að borga um átta þúsund krónur undir töskuna báðar leiðir. Forstjórinn segir gjaldskrána hækka og lækka.

Það er venjan að farþegar lágfargjaldaflugfélaga greiði aukalega fyrir að innrita farangur. Í sumar rukkuðu sjö flugfélög hér á landi þess háttar gjald og þá var töskugjald WOW air 3.495 krónur. Þeir sem panta flug hjá félaginu í dag borga hins vegar 3.999 krónur fyrir eina innritaða tösku hvora leið. Sá sem fer fram og tilbaka greiðir því nærri átta þúsund krónur í farangursgjald. Hækkunin frá því í sumar nemur því 14,4 prósentum.

Ein taska fylgdi

Fyrstu mánuðina eftir að WOW air hóf áætlunarflug fylgdi ein innrituð taska með kaupunum. Haustið 2012 hófu forsvarsmenn félagsins hins vegar að rukka 2.900 krónur fyrir hverja tösku. Gjaldið hækkaði upp í 3.495 krónur sl. haust og aftur núna.

Sætisvalið hækkar einnig

Stjórnendur WOW air hafa einnig breytt gjaldskrá sinni fyrir val á sætum því í sumar kostaði 595 til 1.995 krónur að taka frá ákveðið pláss en gjaldið er nú 299 til 2.499 krónur. Aðspurður um þessar breytingar segir Skúli Mogensen, forstjóri félagsins, „…við [höfum] verið að þreyfa okkur áfram með hliðartekjurnar og stundum hækkað en líka lækkað einstaka gjaldskrárliði.“

Í lok ágúst var tveimur lykilstarfsmönnum WOW air sagt upp störfum og sögðu forsvarsmenn félagsins þá að þær breytingar væru liður í því að fylgja lággjaldastefnunni enn frekar eftir til að geta staðið við loforðið um að bjóða ávallt lægstu fargjöldin.

NÝJAR GREINAR: Sumarið stóð undir væntingum hjá Úrval-ÚtsýnSumarferðum Íslendinga fjölgar á ný

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny