Ferðaþjónustan í Portland fagnar komu Icelandair

Í vor bætist bandaríska borgin Portland við leiðakerfi Icelandair og talsmaður ferðaþjónustu borgarinnar er kátur með þessa nýju tengingu við Norðurlöndin.

 

 

 

Í vor bætist bandaríska borgin Portland við leiðakerfi Icelandair og talsmaður ferðaþjónustu borgarinnar er kátur með þessa nýju tengingu við Norðurlöndin.

„Við hjá ferðamálaráði Portland erum hæstánægð með að Icelandair ætli að bjóða upp á beint flug hingað frá Reykjavík frá og með vorinu,“ sagði Jeff Miller, framkvæmdastjóri Travel Portland þegar Túristi ræddi við hann um þá ákvörðun Icelandair að hefja flug til borgarinnar á næsta ári. Jeff Miller bætti því við að með fluginu gefist möguleiki á að taka á móti fleiri íslenskum gestum og einnig batni samgöngur milli Portland og Skandinavíu og sú staðreynd auki enn á gleði ferðamálayfirvalda með þessa ákvörðun stjórnenda Icelandair.

Þrír áfangastaðir í röð

Jómfrúarferð Icelandair til Portland verður farin þann 19. maí og þar með verða áfangastaðir félagsins í Norður-Ameríku orðnir fjórtán talsins. Tveir þeirra, Seattle og Vancouver, eru ekki ýkja langt frá Portland. Það tekur til að mynda innan við þrjá tíma að keyra þangað frá Seattle en til þeirrar borgar flýgur Icelandair daglega allt árið um kring. Flugið til Vancouver og Portland er hins vegar í boði frá vori og fram í lok október.

NÝJAR GREINAR: Þéttsetnar þotur í KeflavíkGóður julefrokost í Kaupmannahöfn

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny