Flogið til 51 borgar í júní

Í júní var boðið upp á áætlunarflug héðan til fleiri borga en áður hefur þekkst. Hlutdeild áfangastaðanna breytist töluvert yfir aðal ferðamannatímann.

Í júní var boðið upp á áætlunarflug héðan til fleiri borga en áður hefur þekkst. Hlutdeild áfangastaðanna breytist töluvert yfir aðal ferðamannatímann.

Met í ferðaþjónustunni falla hratta þessi misserin og í júní var enn eitt slegið. Þá var flogið áætlunarflug til fimmtíu og einnar borgar og auk þess var boðið upp á leiguflug til nokkurra staða. Samkvæmt talningum Túrista hafa áfangastaðirnir ekki áður verið jafn margir.

Vægi borganna riðlast á sumrin

Yfir veturinn er London sú borg sem langoftast er flogið til en á sumrin dregur aðeins úr flugi þangað en ferðunum til Kaupmannahafnar fjölgar. Vægi Oslóar dregst einnig saman yfir sumarið og borgin fer frá því að vera þriðji vinsælasti áfangastaðurinn og niður í fimmta sætið. Ástæðan er sú að ferðunum til höfuðborgar Frakklands fjölgar mjög á þeim tíma og í sumar fljúga til að mynda Icelandair, WOW air og Transavia þangað. Íslandsflug Delta milli New York og Keflavíkur eykur svo hlutdeild bandarísku borgarinnar töluvert. Berlín kemst einnig á lista þeirra tíu áfangastaða sem oftast er flogið til en umferðin þangað eykst mikið þegar þýsku félögin Airberlin og German Wings veita WOW air samkeppni á þessari flugleið yfir aðal ferðamannatímann.

Vægi vinsælustu áfangastaðanna í júní í brottförum talið:

  1. London: 9,6%
  2. Kaupmannahöfn: 9,2%
  3. París: 7,1%
  4. New York: 6,6%
  5. Osló: 6,1%
  6. Boston: 5,2%
  7. Amsterdam: 4,8%
  8. Stokkhólmur: 3,9%
  9. Berlín: 3%
  10. Frankfurt: 2,6%

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny