Flogið í skíðabrekkurnar

Í vetur verður í fyrsta skipti flogið beint frá Keflavík til Edmonton í Kanada og svissnesku borganna Basel og Genf. Þar með fjölgar þeim möguleikum sem skíðaáhugafólk hefur á beinu flugi til borga í nágrenni við góð skíðasvæði.

 

 

 

Í vetur verður í fyrsta skipti flogið beint frá Keflavík til Edmonton í Kanada og svissnesku borganna Basel og Genf. Þar með fjölgar þeim möguleikum sem skíðaáhugafólk hefur á beinu flugi til borga í nágrenni við góð skíðasvæði.

Það er töluvert úrval af skíðaferðum út í heim á vegum ferðaskrifstofanna í vetur líkt og áður. Mest er framboðið af ferðum í austurrísku Alpanna og eins í ítalska hlutann. Skíðaferðir til Colorado í Bandaríkjunum eru einnig á boðstólum. Þeir sem ætla á eigin vegum geta valið úr beinu flugi til nokkurra borga sem eiga það sameiginlegt að vera í nágrenni við góð skíðasvæði.

Hér má sjá hvaða flugfélög fljúga til þessara flugvalla, hvað þarf að borga aukalega fyrir að taka skíðabúnaðinn með sér í flugið og hvernig hægt er að komast upp til fjalla.

Basel

Í vor hóf easyJet að fljúga tvisvar í viku til borgarinnar Basel sem er á landamærum Sviss, Frakklands og Þýskalands. Lega borgarinnar er ekki eins góð upp á skíðaferðir að gera og til dæmis Genf en þangað flýgur easyJet einnig frá Keflavík. Þeir sem taka stefnuna frá Basel í suðaustur koma eftir rúmlega tveggja tíma akstur upp í þekkt skíðasvæði eins og Grindelwald og Andermatt. Sá sem tekur skíðabúnað með sér í flugið hjá breska félaginu borgar aukalega um 12.500 krónur. Bílaleigurnar við Basel flugvöll rukka um 30 til 40 þúsund krónur fyrir vikuleigu.

Denver

Borgin stendur við rætur Klettafjalla og þar eru mörg einstök útivistarsvæði og einhverjir bestu skíðastaðir í heimi. Frá flugvellinum í Denver tekur rúma tvo tíma að keyra að hinu þekkta skíðasvæði við Vail en aksturinn inn í Aspen tekur um helmingi lengri tíma. Icelandair flýgur oft í viku til Denver og þegar flogið er með félaginu til Bandaríkjanna má taka tvær töskur með sér. Það er því óþarfi að borga aukalega undir skíðin ef ein taska dugar fyrir allan annan farangur. Það er hægt að leigja millistóran bíl í Denver í viku fyrir um 25 þúsund krónur.

SJÁ UMFJÖLLUN UM EDMONTON, GENF, MUNCHEN OG SALZBURG.

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM Í SKÍÐABORGUNUM

TENGDAR GREINAR: Vegvísir GenfSjarmatröllið í Denver sem Starbucks á ekkert í