Samfélagsmiðlar

Flogið í skíðabrekkurnar


Edmonton

Það getur orðið kalt í Alberta fylki og vetraríþróttir eru í hávegum hafðar á þessum slóðum. Icelandair flýgur nokkrar ferðir í viku til Edmonton og innan borgarmarkanna má finna lítið skíðasvæði við Ski Valley. Þar er líka aðstaða fyrir þá sem vilja á skauta eða gönguskíði. Þeir sem ætla að dvelja á stórum skíðasvæðum hafa úr nægu að velja ef þeir eru til í að keyra í þrjá til sjö tíma. Ferðinni er þá oftast heitið í suður í átt til ólympíuborgarinnar Calgary. Þar í grennd eru nokkur svæði, til dæmis Lake Louise þar sem brettalandslið Kanada hefur æft og Kimberley Alpine Resort þar sem finna má lengstu upplýstu skíðaleið í N-Ameríku. Bílaleigubíll í viku kostar um 30 þúsund krónur.

 

Genf

easyJet flýgur frá Keflavík til Genfar á mánudögum og föstudögum í allan vetur. Lestarferðin frá flugvellinum inn á aðallestarstöðina í Genf tekur aðeins nokkrar mínútur og er ókeypis. Frá Genf er hægt að komast til fjölda svissneskra og franskra skíðasvæða á nokkrum tímum. Eins má bóka lestir og skíðapassa saman á Swisspasses.com og þar eru stundum veittir ágætis afslættir. Þeir sem vilja heldur leigja bíla mega reikna með að vikuleiga í janúar kosti á bilinu 30 til 35 þúsund krónur.

Munchen

Frá Bæjaralandi er ekki ýkja langt í ljómandi skíðasvæði. Icelandair flýgur til Munchen nokkrum sinnum í viku allt árið um kring sem hentar vel þeim sem vilja fara í stutta skíðaferð. Hægt er að komast á skíðin með almenningssamgöngum en vikuleiga á bíl kostar tæplega þrjátíu þúsund krónur og skíðagrind kostar um 1800 krónur á dag. Farþegar Icelandair borga 7.800 krónur fyrir að taka með sér skíðabúnað.

Salzburg

Frá miðjum desember og fram til loka febrúar munu vélar WOW air lenda á Mozart flugvellinum í Salzburg um kaffileytið á laugardögum. Það tekur um fimmtán mínútur að komast frá flugstöðinni niður á aðallestarstöð Salzburg og þaðan ganga svo lestir í allar áttir. Fjöldi skíðasvæða er í eins til þriggja tíma fjarlægð frá Salsburg. Til skíðasvæðisins í Zell Am See tekur lestarferðin til að mynda um tvo tíma og kostar um þrjú þúsund krónur. Þeir sem leigja minnstu tegund af bíl borga rúmar 30 þúsund krónur fyrir en skíðagrind kostar aukalega um 2.600 krónur á dag.

Auk þessara flugleiða þá mun ferðaskrifstofan Vita vera með vikulegar ferðir til Verona í norðurhluta Ítalíu í vetur og hægt er að bóka aðeins flugsæti. Á heimasíðum margra ferðaskrifstofa er svo að finna úrval af pakkaferðum á skíðastaði út í heimi og þeir sem kaupa þess háttar þurfa sjaldnast að huga að ferðum til og frá flugvelli.

SMELLTU HÉR TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á SKÍÐAHÓTELUM

TENGDAR GREINAR: Vegvísir GenfSjarmatröllið í Denver sem Starbucks á ekkert í

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …