Vonast til að sjá marga Íslendinga í brekkunum

Hingað til hefur aðeins verið boðið upp á beint flug til Sviss yfir sumarmánuðina og fram á haust. Með tveimur nýjum flugleiðum easyJet til Basel og Genfar opnast nýir möguleikar fyrir íslenska ferðamen. MEIRA

 

 

 

Hingað til hefur aðeins verið boðið upp á beint flug til Sviss yfir sumarmánuðina og fram á haust. Með tveimur nýjum flugleiðum easyJet opnast nýir möguleikar fyrir íslenska ferðamenn.

Í vor fór breska lággjaldaflugfélagið easyJet jómfrúarferð sína milli svissnesku borgarinnar Basel og Keflavíkur og í haust bætist Genf við leiðakerfi félagsins hér á landi. Þar með flýgur félagið hingað frá átta evrópskum flughöfnum, sex breskum og tveimur í Sviss.

Þrefalt framboð

Fyrir íslenska ferðamenn býður flugið til Sviss upp á ný tækifæri því aldrei áður hefur verið hægt að fljúga þangað beint frá Keflavík yfir vetrarmánuðina. Á síðasta ári var til að mynda aðeins boðið upp á áætlunarflug til Zurich yfir aðalferðamannatímann. Í vor hóf Icelandair hins vegar að fljúga til Genfar og easyJet til Basel og þar með þrefaldaðist framboð á sumarflugi héðan til Sviss.

Ánægja innan ferðaþjónustunnar í Sviss

„Við hjá ferðamálaráði Sviss á Norðurlöndum erum mjög ánægð með að easyJet ætli nú að bjóða upp á heilsársflug frá Íslandi til Genfar og Basel. Flugið gefur íslenskum ferðamönnum aukna möguleika á helgarferðum til borganna tveggja og einnig á dvöl til í lengri tíma. Með þessum nýjungum styttist einnig leiðin fyrir íslenskt skíðafólk í svissnesku alpanna. Í nágrenni við Genf er til dæmis stutt í hin þekktu skíðasvæði við Nendaz, Saas-Fee og Zermatt“, segir talskona ferðamálaráðs Sviss í samtali við Túrista og bætir því við að hún vonist til að sjá marga Íslendinga í brekkunum í vetur.

Áætlunarflug easyJet til Genfar hefst í október og þeir sem ætla að taka með sér skíði eða snjóbretti í vélar félagsins greiða aukalega um þrettán þúsund krónur fyrir.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM OG BÍLALEIGUM
TENGDAR GREINAR: Fleiri taka frá sæti hjá easyJet en WOW

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny