Gefa farþegunum ekki kost á því að halla sér aftur

Það getur verið erfitt að sofna um borð í flugi og sérstaklega með stólbakið í uppréttri stöðu. Nokkur flugfélög hafa samt kosið að festa bökin til að spara pláss og jafnvel komast hjá rifrildi um borð. MEIRA

 

 

Það getur verið erfitt að sofna um borð í flugi og sérstaklega með stólbakið í uppréttri stöðu. Nokkur flugfélög hafa samt kosið að festa bökin til að spara pláss og jafnvel komast hjá rifrildi um borð.

Í vélunum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli er bilið á milli sætisraðanna stundum ekki nema 71 sentimetri. Í þeim þotum verður þröngt um þá farþega sem eru yfir meðalhæð þegar sá sem situr fyrir framan hallar bakinu. Samkvæmt niðurstöðum breskrar könnunar þá þykir mörgum farþegum óþarfi að hægt sé að láta sætið síga aftur, sérstaklega í stuttum ferðum.

Setti klemmu á sætið

Stólbökin geta líka valdið deilum um borð eins sýndi sig í síðustu viku þegar snúa þurfti við tveimur vélum eftir að farþegum lenti saman vegna hallandi sætis. Í öðru tilvikinu hafði farþegi sett sérhannaða klemmu á sætið fyrir framan sig sem gerir það að verkum að ekki er hægt að halla stólbakinu aftur. Farþeginn fyrir framan var langt frá því að vera sáttur við þetta framtak sessunautsins og þurfti vélin því að lenda og vísa þeim tveimur frá borði.

Taka í notkun nýja stóla

Lágfargjaldaflugfélögin Ryanair og easyJet eru meðal þeirra fyrirtækja sem nú innrétta margar vélar sínar með sætum sem eru föst í sömu stöðu samkvæmt frétt The Telegraph. Mögulegt ergelsi um borð er ekki aðalástæðan fyrir þessari breytingu heldur sú staðreynd að með þess háttar sætum er hægt að koma fleiri farþegum fyrir.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny