Fleiri í gönguskíðaferðir til útlanda

Það eru sífellt fleiri sem pakka íþrótta- og útivistarfötum niður í ferðatösku áður en haldið er út í heim. Í vetur er útlit fyrir að margir muni einnig taka gönguskíðin með sér í flugið.

Fjöldi fólks flýgur héðan til útlanda á veturna til að renna sér á skíðum. Þá er töluvert framboð af skipulögðum ferðum héðan í Alpana og einnig til Colorado. Þeir sem taka gönguskíði fram yfir svigskíði og snjóbretti geta ekki alltaf nýtt sér þessar ferðir því troðnar göngubrautir eru síður en svo alltaf í boði á þekktustu skíðastöðunum. Og á bestu göngusvæðunum eru ekki alltaf góðar brekkur. Það getur því verið snúið að koma saman skíðaferð þar sem hægt er að renna sér og ganga á sama svæðinu.

Lítill markaður hér á landi

Bændaferðir hafa í rúman áratug boðið upp á sérferðir fyrir gönguskíðafólk og Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri hjá Bændaferðum, segist verða vör við meiri áhuga á þess háttar reisum. „Við finnum fyrir mikilli aukningu almennt í ferðir sem tengjast útivist og hreyfingu. En markhópurinn fyrir skíðagönguferðir á Íslandi er klárlega mjög lítill, svo við höfum verið að fikra okkur áfram með þetta“.

Vasagangan heillar hlaupara

Einn stærsti íþróttaviðburðurinn í Svíþjóð ár hvert er Vasagangan en þessi 90 kílómetra ganga fer fram í byrjun mars á næsta ári. Rásnúmerin rjúka vanalega út en Bændaferðir hafa tryggt sér nokkur sæti og bjóða upp á skipulagða ferð í sænsku Dalina í mars. Hugrún segir sölu í ferðina ganga vel. „Það tekur tíma að vekja athygli á því að við séum með númer í Vasagönguna og við fundum á sýningunni í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið að hlauparar höfðu mikinn áhuga á þessu.“ Hún segist gera ráð fyrir að Bændaferðir muni hér eftir bjóða árlega upp á ferðir í þessa sögufrægu keppni.

NÝJAR GREINAR: Ódýrara að fljúga til Kaupmannahafnar og LondonBílaleigubílar á Spán margfalt ódýrari

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny