Greenland Express hættir flugi til Íslands

Síðustu mánuði hefur Greenland Express boðið upp á ferðir milli Danmerkur og Grænlands með viðkomu á Íslandi. Nú verður tekið hlé á starfseminni og ætlunin er að byrja á ný með stærri flugvél og engum íslenskum áfangastað.

 

 

Síðustu mánuði hefur Greenland Express boðið upp á ferðir milli Danmerkur og Grænlands með viðkomu á Íslandi. Nú verður tekið hlé á starfseminni og ætlunin er að byrja á ný með stærri flugvél og engum íslenskum áfangastað.

Það gekk brösuglega hjá Greenland Express nú í byrjun sumars og fyrstu ferðir félagsins voru felldar niður. Einnig voru gerðar breytingar á leiðakerfinu og ekkert var úr flugi til og frá Akureyri. Í júlí og ágúst bauð félagið hins vegar upp á tvær ferðir í viku frá Álaborg í Danmörku til Narsarsuaq á Grænlandi með millilendingu í Kaupmannahöfn og Keflavík. Nú verður hins vegar gert hlé á starfseminni og ætla forsvarsmenn félagsins að leita leiða til að bjóða upp á beint flug milli Danmerkur og Grænlands og þar af leiðandi að hætta flugi hingað.

Haft er eftir Gert Brask í vefmiðlinum Checkin.dk að það hafi reynst óhagkvæmt að millilenda á Íslandi og verið erfitt að fá bókunarkerfið til að virka sem skildi. Hann segir að stefnt sé að því að taka í gagnið nýja heimasíðu og bókunarkerfi og hefja svo áætlunarflug að nýju.

Þurfa stærri vélar

Greenland Express er ekki með flugrekstrarleyfi og leigir því vélar og áhafnir frá Denim Air. Það félag hefur þó aðeins yfir að ráða vélum af gerðinni Fokker 100 en þær duga ekki til að fljúga beint milli Grænlands og Danmerkur. Millilendingin í Keflavík hefur því verið nauðsynleg. Forsvarsmenn félagsins vonast til að geta tekið á leigu Airbus A320 þotu og þannig komist hjá stoppinu hér á landi. Þess má geta að Greenland Express er íslenskt einkahlutafélag með aðsetur í Lágmúla 7 í Reykjavík.

Með þessum breytingum á leiðakerfi Greenland Express fækkar ferðunum milli Keflavíkur og Kastrup um tvær í viku en í júlí og ágúst var Kaupmannahöfn sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavík samkvæmt talningu Túrista.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM

TILBOÐ Í KAUPMANNAHÖFN: 15% AFSLÁTTUR Á GÓÐU HÓTELI
NÝJAR GREINAR: TVÖFALT HÆRRA GISTINÁTTAGJALD
FLOGIÐ Í SKÍÐABREKKURNAR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny