Gul farþegarými á útleið

Vörumerki Icelandair og Ryanair eiga það sameiginlegt að vera gul og blá. Forsvarsmenn írska félagsins láta ekki þar við sitja og hafa um árabil innréttað vélar sínar í þessum tveimur litum en nú vilja þeir gera breytingar.

 

 

Vörumerki Icelandair og Ryanair eiga það sameiginlegt að vera gul og blá. Forsvarsmenn írska félagsins láta ekki þar við sitja og hafa um árabil innréttað vélar sínar í þessum tveimur litum en nú vilja þeir gera breytingar.

Vöxtur írska flugfélagsins Ryanair hefur verið mjög hraður síðustu ár og fyrirtækið er í dag langstærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu. Ryanair hefur hins vegar verið annálað fyrir lélega þjónustu og há aukagjöld. Í fyrra boðaði forstjóri félagsins stefnubreytingu og lofaði að hann og aðrir starfsmenn myndu taka sig á. Í kjölfarið lækkuðu ýmis göld og ný heimasíða var tekin í notkun. Félagið hefur einnig aukið framboð á ferðum til flugvalla í nágrenni við stórborgirnar í stað minni flugvalla út í sveit.

Nýjar vélar með „fágaðri“ lit

Þessi nýja stefna hefur skilað góðum árangri og vélar Ryanair hafa verið betur nýttar í sumar en á sama tíma í fyrra. Stjórnendur félagsins ætla því að halda áfram að bæta ímyndina og nýjasta tillagan gengur út á að gera farþegarýmin huggulegri með því að hætta að mála veggina gula. Fágaðri litur verður notaður í staðinn að sögn forstjórans Michael O’Leary.

Samkvæmt frétt The Telegraph er hins vegar útlit fyrir að guli liturinn verði notaður áfram næstu árin eða þangað til félagið tekur á móti nýjum 737 MAX vélum sínum árið 2019. Icelandair fær sínar vélar af sömu tegund árið áður. Þó með færri sætum.

TENGDAR GREINAR: Farþegarnir geta ekki hallað sér afturMikill munur á launakostnaði flugfélaga
TILBOÐ: 15% AFSLÁTTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN