Haustfargjöldin hríðfalla

Frá Keflavík er oftast flogið til London, Kaupmannahafnar og Oslóar. Farmiðar til þessara þriggja borga hafa lækkað verulega á milli ára.

Frá Keflavík er oftast flogið til London, Kaupmannahafnar og Oslóar. Farmiðar til þessara þriggja borga hafa lækkað verulega á milli ára.

Ódýrustu fargjöld easyJet og Icelandair til Lundúna í lok október eru um fjörtíu prósent lægri í dag en á sama tíma í fyrra. Farið hjá Icelandair til Kaupmannahafnar og Oslóar hefur lækkað álíka mikið. Hjá WOW air er verðlækkunin minni. Þetta sýna niðurstöður mánaðarlegra verðkannana Túrista á fargjöldum til höfuðborga Bretlands, Danmerkur og Noregs. Í þessum könnunum eru fundnir ódýrustu farmiðarnir fram og tilbaka innan sömu vikunnar og reiknað með að lágmarksdvöl er tvær nætur. Farangurs- og bókunargjöldum bætt við.