Heimild fyrir vopnuðum vörðum í Íslandsflugi

Innanríkisráðherra má gefa leyfi fyrir vopnuðum gæslumönnum í farþegaflugi frá Íslandi. Ekki fást upplýsingar um hvort umsóknir um slíkt hafi verið samþykktar í ráðuneytinu.

Innanríkisráðherra má gefa leyfi fyrir vopnuðum gæslumönnum í farþegaflugi frá Íslandi. Ekki fást upplýsingar um hvort umsóknir um slíkt hafi verið samþykktar í ráðuneytinu.

Nýlega samþykktu norsk yfirvöld að gefa leyfi fyrir vopnuðum vörðum í farþegaflugi til Noregs frá Ísrael og Bandaríkjunum. Af því tilefni sagði samgöngumálaráðherra landsins að lög flestra landa í Evrópu gefi heimild fyrir vopnuðum vörðum í háloftunum. Það á við hér á landi því í lögum um loftferðir segir: „…ráðherra geti ákveðið að vopnaðir verðir séu um borð í íslensku loftfari í almenningsflugi enda séu til þess brýnar ástæður og að ráðherra sem fer með varnarmál mælir með því“.

Hafa fengið umsóknir

Samkvæmt svari innanríkisráðuneytisins til Túrista þá er það meginregla að erlendum loftförum sem koma til Íslands ber að sækja um heimild til að hafa vopnaða verði og hafa samráð við íslensk flugmála- og lögregluyfirvöld í samræmi við evrópskar og alþjóðlegar flugverndarreglur. Ráðuneytið staðfestir að dæmi eru um að sótt hafi verið um leyfi fyrir veru vopnaðs varðar í áætlunarflugi en mun ekki upplýsa um hvort slíkt leyfi hafi verið veitt.

Skotvopn í öllum ferðum

Í Bandaríkjunum ganga þessir vopnuðu verðir undir heitinu „Sky Marshals“ og erum stundum um borð í flugvélum þar í landi. Þotur á vegum ísraelska flugfélagsins El Al fara hins vegar aldrei í loftið án vopnaðra áhafnarmeðlima.

NÝJAR GREINAR: Metsumar hjá HeimsferðumSumarið stóð undir væntingum hjá Úrval-ÚtsýnTöskugjaldið hækkar hjá WOW air

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny