Ítreka klámbann í flugstjórnarklefum

Forsvarsmönnum stærsta flugfélags Kanada gengur illa að fá alla flugmenn félagsins til að fylgja reglum og hætta að skoða og skilja eftir klúra pappíra í flugstjórnarklefanum.

 

 

Forsvarsmönnum stærsta flugfélags Kanada gengur illa að fá alla flugmenn félagsins til að fylgja reglum og hætta að skoða og skilja eftir klúra pappíra í flugstjórnarklefanum.

Yfirflugstjóri Air Canada hótar að reka og kæra þá flugmenn sem hafa komið með „óveiðeigandi efni“ í flugstjórnarklefa félagsins að undanförnu. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem forsvarsmenn félagsins þurfa að taka á þessu vandamáli samkvæmt frétt CBC news. Samskonar mál kom einnig upp hjá Air Canada fyrir sex árum síðan þegar flugstjóri hjá félaginu kvartaði yfir því að hún hefði fundið klámefni í flugstjórnarklefa. Rannsókn félagsins leiddi þá í ljós að efni sem flokka mætti undir kynþáttafordóma og klám hefði verið í umferð um borð í vélum félagsins.

Pappírar innan um rafmagnsvíra

Í frétt CBC er haft eftir forseta félags kanadískra flugmanna að í flugstjórnarklefanum eigi fólk að einbeita sér að vinnunni en ekki vera með hugann við annað því að geti haft slæmar afleiðingar. Fréttastofan hefur einnig undir höndum skýrslu frá samgöngustofnun Kanada þar sem segir að dæmi séu um að pappírum hafi verið troðið innan um rafmagnsvíra í flugstjórnarklefum Air Canada. Talsmaður félagsins segir í svari til CBC að í þessu tilviki hafi verið um að ræða óviðeigandi nafnspjöld og þau hafi aðeins fundist um borð í vélunum sem fljúga til og frá Las Vegas. Félagið vill hins vegar ekki upplýsa hvaða efni það er sem fundist hefur í klefunum á þessu ári.

Hjá Air Canada starfa um þrjú þúsund flugmenn og þar af eru 150 konur.

TENGDAR GREINAR: Henti ferðatöskum úr vélinniAir Canada bakkar á meðan Icelandair sækir fram
NÝJAR GREINAR: Áfram heimilt að styrkja AkureyrarflugvöllSafna myndum af tillitslausum farþegum

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny