Á hraðferð til Oslóar

flytoget

Þeir sem fljúga til höfuðborgar Noregs lenda tæpum 50 kílómetrum fyrir utan miðborgina. Flytoget er ákaflega þægilegur kostur til að koma á leiðarenda. Það kostar hins vegar að sitt að fara fljótustu leiðina í bæinn. 

Þeir sem fljúga til höfuðborgar Noregs lenda tæpum 50 kílómetrum fyrir utan miðborgina. Flytoget er ákaflega þægilegur kostur til að koma á leiðarenda. Það kostar hins vegar að sitt að fara fljótustu leiðina í bæinn.

Þegar flugvöllurinn við Gardermoen var skipulagður kom ekki annað til greina en að bjóða upp á hraðlest þaðan og inn til Oslóar. Fjarlægðin var of mikil til að hægt væri að láta rútur og einkabíla nægja til að koma farþegum til og frá flugvellinum.

Sú hraðskreiðasta

Flygtoget, eins og hraðlestin kallast, er hraðskreiðasta flugvallarlest í heimi og er aðeins 19 mínútur á leiðinni inn á aðallestarstöðina. Það kostar um 3200 krónur (170 norskar) að sitja í en til samanburðar er rútumiði þessa sömu leið aðeins um þúsund krónum ódýrari. Rúturnar eru álíka lengi á leiðinni til Oslóar og þær sem keyra milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Öll börn yngri en 16 ára sem eru í fylgd með fullorðnum þurfa ekki að borga í Flytoget og um borð er frítt netsamband.

Ódýrt að fljúga

Milli Keflavíkur og Oslóar fljúga þrjú flugfélög allt árið um kring. Icelandair oftast, SAS næstum því daglega en Norwegian þrisvar í viku. Verðkannanir Túrista hafa sýnt það kostar oft minna að fljúga til Oslóar en London og Kaupmannahafnar.

TENGDAR GREINAR: Gardermoen er liðin tíð
NÝJAR GREINAR: Þráðlaust í Flugstöð Leifs EiríkssonarVilja tryggja flugfarþega fyrir gjaldþrotum

 

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny