Samfélagsmiðlar

London

London er sannkölluð stórborg þar sem möguleikarnir á að gera sér glaðan dag virðast óendanlegir. Það er hægur vandi að heimsækja borgina aftur og aftur án þess að endurtaka sig.
Margt af því sem hæst ber í tónlist, kvikmyndum og tísku á rætur að rekja til London og fótboltinn er hvergi betri. Fólk flykkist því til borgarinnar til að berja augum þá staði sem hafa persónulega merkingu fyrir það, til dæmis gangbraut við Abbey Road eða fótboltaleikvang.

Hverfi borgarinnar hafa hvert sitt sérkenni. Í West End er fjörugt leikhúslíf, í Soho fjölbreytt mannlíf með hommobörum og ýmsum neðanjarðarkúltur á meðan ýmis konar sérverslanir og innflytjendur setja svip sinn á East End. Í City slær hjarta fjármálalífsins og þar er allt það sem sem fólk með dýran smekk girnist. Í Chelsea og Knightbridge eru heimsþekktar verslanir og fótboltaklúbbar á meðan Notting Hill býður upp afslappaða hverfisstemmingu með fjölda skemmtilegra verslana og veitingastaða. Þeir sem vilja komast af malbikinu geta leitað skjóls í Hyde Park í Kensington. Í Westminster og South Bank má  svo finna helstu kennileiti borgarinnar.
Neðanjarðarlestakerfi borgarinnar er mjög gott og auðveldar ferðamönnum lífið. Tveggja hæða strætisvagnar fyrir ferðamenn eru líka góð leið til að skoða sig um og svo er nauðsynlegt að setjast upp í svartan breskan leigubíl einu sinni í hverri ferð.

Þótt veðrið leiki mann grátt er engin ástæða til að örvænta. Bresku pöbbarnir henta einkar vel til að bíða af sér verstu skúrina. Söfn borgarinnar eru einnig í heimsklassa og á mörg þeirra kostar ekkert inn.

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …