Mikill munur á launakostnaði flugfélaga í Evrópu

Af hverjum 1000 krónum sem koma í kassann hjá skandinavíska flugfélaginu SAS þá fara 320 krónur í laun til starfsmanna. Hlutfallið er hærra en hjá öðrum stórum flugfélögum í Evrópu.

 

 

Af hverjum 1000 krónum sem koma í kassann hjá skandinavíska flugfélaginu SAS þá fara 320 krónur í laun til starfsmanna. Hlutfallið er hærra en hjá öðrum stórum flugfélögum í Evrópu.

Fyrir tveimur árum síðan réru forsvarsmenn SAS lífróður og náðu á elleftu stundu að semja við stéttarfélög starfsmanna om skert kjör. Þrátt fyrir þær breytingar þá er SAS það flugfélag í Evrópu sem er með hlutfallslega hæstan launakostnað samkvæmt greiningu CAPA á uppgjörum nokkurra af stærstu flugfélögum Evrópu. Hjá Norwegian, helsta samkeppnisaðila SAS, er hlutfall launa nærri helmningi lægra og hjá írska lágfargjaldaflugfélaginu Ryanair rennur aðeins um tíund af tekjunum í vasa starfsfólksins. Ekkert annað flugfélag í álfunni borgar eins lítið í laun.

Dýrara að fljúga

Líkt og kom fram hér nýlega þá hafa forsvarsmenn SAS boðað hægri fargjöld í framtíðinni og sagt að í núverandi samkeppnisumhverfi verði ekki hægt að fjárfesta í nýjum flugflota né bæta við flugleiðum. SAS flýgur hingað frá Osló allt árið um kring og samkvæmt síðustu verðkönnun Túrista þá hafði ódýrasta farið með félaginu nú í byrjun vetrar lækkað milli ára.

TENGDAR GREINAR: Gefa farþegunum ekki kost á því að halla sér aftur
NÝJAR GREINAR: 15 svölustu borgarhverfi í heimi

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny