Safna myndum af tillitslausum farþegum

Sem betur fer eru ekki margir sem skilja allt eftir sig í rusli þegar þeir ganga út úr flugvélinni eða tylla tánum í andlitið á ókunnugu fólki. Það eru þó til dæmi um slíkt eins og sjá má hér.

 

 

 

Sem betur fer eru ekki margir sem skilja allt eftir sig í rusli þegar þeir ganga út úr flugvélinni eða setja tærnar framan í ókunnugt fólk. Það eru þó til dæmi um slíkt eins og sjá má.

Að setja lappir upp á borð er eitthvað sem flestir gera aðeins heima hjá sér og fáir myndu taka fram naglaklippurnar í stofunni hjá vinafólki. Og auðvitað myndi engin skilja eftir notaða bleyju eða umbúðir við sófasettið hjá nágrannanum. En um borð í flugvélum er eins og sumir taki sér það bersaleyfi að ganga um alveg eins og verstu sóðar og taka ekki neitt tillit til sessunautanna. Á heimasíðunni Passengershaming.com er að finna úrval af myndum sem áhafnarmeðlimir og flugfarþegar hafa tekið af þessum, vonandi, fámenna hópi farþega.

Hér fyrir neðan og á næstu síðum er úrval af myndum sem birtar eru með leyfi frá Passengershaming.