Sumarferðum Íslendinga fjölgar á ný

Á síðasta ári dró lítillega úr utanlandsferðum Íslendinga yfir sumarmánuðina þrjá en þeirri þróun var snúið við í ár. Ennþá er langt í að ferðagleðin verði álíka og sumarið 2007. MEIRA

 

 

Á síðasta ári dró lítillega úr utanlandsferðum Íslendinga yfir sumarmánuðina þrjá en þeirri þróun var snúið við í ár. Ennþá er langt í að ferðagleðin verði álíka og sumarið 2007.

Það flugu tæplega 118 þúsund Íslendingar frá Keflavíkurflugvelli í sumar sem er aukning um tíund frá sama tíma í fyrra. Síðasta sumar fækkaði utanlandsferðum Íslendinga um 4,5 prósent frá sumrinu 2012 en árin þar á undan hafði sumarferðum Íslendinga fjölgað jafnt og þétt frá hruninu árið 2008.

Utanlandsferðir yfir sumartímann voru mun tíðari meðal Íslendinga á árinum 2005 til 2008 en þær eru í dag eins og sést á súluritinu hér fyrir neðan. Þannig fóru ríflega 151 þúsund farþegar með íslensk vegabréf í gegnum vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli sumarið 2007 eða 29 prósent fleiri en nú í sumar. Í júní, júlí og ágúst árið 2002, þegar talningarnar Ferðamálastofu hófust, voru ferðirnar hins vegar aðeins um áttatíu þúsund.

TILBOÐ: 15% afsláttur í Kaupmannahöfn og 10% í Berlín
NÝJAR GREINAR: HINGAÐ VERÐUR FLOGIÐ Í VETUR

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny