Þráðlaust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Um nokkurt skeið hafa farþegar á Keflavíkurflugvelli getað tengst þráðlausu neti flugstöðvarinnar. Sífellt er unnið að því að bæta sambandið. 

Um nokkurt skeið hafa farþegar á Keflavíkurflugvelli getað tengst þráðlausu neti flugstöðvarinnar. Sífellt er unnið að því að bæta sambandið.

Á mörgum flugvöllum, sérstaklega í Evrópu, geta farþegar tengst fríu þráðlausu neti. Þess háttar þjónusta hefur nú verið í boði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nærri eitt og hálft ár. Kerfið var hins vegar fremur ófullkomið í fyrstu þar sem notendafjöldinn var miklu meiri en gert var ráðið fyrir samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Undanfarið ár hefur kerfið verið betrumbætt og ættu farþegar að geta tengst netinu í nánast allri flugstöðinni í dag. Sambandið er þó best á þeim svæðum þar sem fólk getur sest niður. Áfram verður unnið að því að bæta sambandið þar sem þess er þörf.

Þeir sem þurfa að verja tíma á netinu fyrir flug ættu því frekar að tengjast neti flugstöðvarinnar í stað þess að borga símafyrirtæki fyrir gagnanotkunina. Til að nýta sér þjónustuna verða notendur að gefa upp netfang til að virkja sambandið.

 

TENGDAR GREINAR: Á netið hjá Icelandair
NÝJAR GREINAR: Vilja tryggja farþega fyrir gjaldþrotum Í þessu toppa íbúar Portland

 

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny