WOW air afléttir farsímabanni

Forsvarsmenn flugfélaga mega nú leyfa farþegum að hafa kveikt á símum og fleiri raftækjum alla flugferðina. Forsvarsmenn WOW air ætla að fara þá leið og málið er til skoðunar hjá Icelandair.

 

 

Forsvarsmenn flugfélaga mega nú leyfa farþegum að hafa kveikt á símum og fleiri raftækjum alla flugferðina. Forsvarsmenn WOW air ætla að fara þá leið og málið er til skoðunar hjá Icelandair.

Um leið og slökkt er á sætisbeltaljósum eftir flugtak taka ófáir farþegar upp tölvur eða síma. Tækin sjá mörgum fyrir afþreyingu á ferðalaginu og svo er hópur fólks sem nýtir flugferðina til að sinna vinnunni.

Hingað til hefur ekki mátt nota raftækin á meðan beltisljósin loga í flugtaki og við lendingu. Í síðustu viku úrskurðaði hins vegar Flugöryggisstofnun Evrópu að ekki stafi hætta af notkun raftækja á borð við farsíma í farþegarýminu. Flugfélögum er þar af leiðandi heimilt að leyfa notkun þessara tækja á meðan á flugi stendur. Í svari til Túrista segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, að félagið ætli að fara þessa leið og heimila farþegum að hafa kveikt á raftækjum alla flugferðina. Farsímar verða þó á vera í flugstillingu („Flightmode) í við flugtak og lendingu. Breytingin hefur ekki enn verið innleidd hjá WOW air.

Icelandair íhugar málin

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir niðurstöður Flugöryggisstofnunar Evrópu vera til skoðunar hjá félaginu með tilliti til breytinga á þeim reglum sem gilda hjá Icelandair í dag. Hann segir niðurstöðu ekki liggja fyrir.

Ólíklega hægt að hringja

Þó notkun farsíma verði heimil um borð í flugvélum eru engar líkur á að hægt sé að hringja úr þeim úr háloftunum. Alla vega ekki á flugi yfir hafi samkvæmt frétt Politiken í Danmörku. Þar segir að flest farsímakerfi nái ekki sérlega hátt upp í loftið og ekkert þeirra drífur út á reginhaf. Hins vegar er hægt að hafa samband við fólkið á jörðu niðri með því að nýta sér þráðlaust netsamband ef það er í boði í flugvélinni. Af þeim flugfélögum sem fljúga héðan þá bjóða Icelandair og Norwegian upp á þráðlaust net.

TENGDAR GREINAR: Vilja banna símtöl úr háloftunum
NÝJAR GREINAR: Haustfargjöldin hríðfallaVilja tryggja flugfarþega fyrir gjaldþrotum

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 SEATTLE: HOTEL MAX Á UM 15 ÞÚSUND