10 áhugaverðustu borgirnar og löndin fyrir túrista

Ritstjórn ferðaritsins Lonely Planet hefur sett saman sína árlegu lista yfir þau lönd og borgir sem ferðamenn ættu að heimsækja á næsta ári.

 

 

 

Ritstjórn ferðaritsins Lonely Planet hefur sett saman sína árlegu lista yfir þau lönd og borgir sem ferðamenn ættu að heimsækja á næsta ári.

Það er boðið upp á beint flug til Washington og Toronto allt árið um kring og á sumrin bætast Vínarborg og Mílanó við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar. Þessar fjórar borgir eru allar á listanum yfir helstu ferðamannaborgir næsta árs að mati Lonely Planet. Til svissnesku borgarinnar Zermatt, sem er í fjórða sæti, má svo komast með lest frá flugvellinum í Genf á nokkrum tímum og Salisbury er ekki langt frá flugvellinum í Bristol sem einnig er flogið til frá Keflavík allt árið.

Það þarf hins vegar að leggja á sig meira ferðalag til að heimsækja þau lönd sem Lonley Planet þykir mest spennandi. WOW air flýgur þó til höfuðborga Írlands og Litháen en til hinna landanna er ekki eins greiðfært.

10 helstu ferðamannaborgir ársins 2015

 1. Washington í Bandaríkjunum
 2. El Chaltén í Argentínu
 3. Mílanó á Ítalíu
 4. Zermatt í Sviss
 5. Valetta á Möltu
 6. Plovdiv í Búlgaríu
 7. Salisbury á Englandi
 8. Vínarborg í Austurríki
 9. Chennai í Indlandi
 10. Toronto í Kanada

10 helstu ferðamannalönd ársins 2015

 1. Singapúr
 2. Namibía
 3. Litháen
 4. Nígaragúa
 5. Írland
 6. Lýðveldið Kongó
 7. Serbía
 8. Filippseyjar
 9. St Lúsía
 10. Marokkó

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.