400 miðar hafa selst á Tékklandsleikinn

Gott gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur ekki farið fram hjá neinum og það ætla greinilega ófáir Íslendingar að styðja við bakið á liðinu í næsta leik út í Tékklandi.

 

Gott gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur ekki farið fram hjá neinum og það ætla greinilega ófáir Íslendingar að styðja við bakið á liðinu í næsta leik út í Tékklandi.

Sunnudagskvöldið 16. nóvember mætir íslenska landsliðið í knattspyrnu liði Tékka í borginni Plzen í undankeppni EM 2016. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína í A-riðli og mikil stemmning í báðum löndum fyrir leiknum.

Ferðaskrifstofurnar Vita og Gaman-ferðir efna til hópferða héðan á leikinn en fyrirkomulagið er þó mjög ólíkt. Þeir sem fara með Vita gista í tvær nætur í Prag á meðan þátttakendur í hinni ferðinni fljúga út að morgni og koma heim um nóttina.

Stígandi í sölunni

Samkvæmt upplýsingum frá Vita þá fór sala á sætum í ferðina hægt af stað en góður stígandi hefur verið síðustu daga og lágmarksþátttaka hefur náðst. Verð á mann í tvíbýli er frá 115.000 krónum í ferð Vita. Hjá Gaman-ferðum eru ennþá laus 30 til 35 sæti og kostar farið 62.900 krónur.

Hægt að bóka fram í næstu viku

Miðar á leikinn kosta 6000 krónur og verða ferðalangar sjálfir að bóka miðana hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hafa nú þegar selst 400 miðar en sambandið hefur rétt á þúsund stykkjum. Til stóð að hætta sölunni á morgun en vegna mikils áhuga þá verður henni haldið áfram á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Sjá nánar á heimasíðu KSÍ.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR. KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR. LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.