6 umsvifamestu flugfélögin í Keflavík

Að jafnaði var boðið upp á 34 ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í september á vegum sextán flugfélaga. Þau íslensku standa undir bróðurpartinum af framboðinu.

 

 

 

 

Að jafnaði var boðið upp á 34 ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í september á vegum sextán flugfélaga. Þau íslensku standa undir bróðurpartinum af framboðinu.

Það var boðið upp á 1.253 áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í september. Á sama tíma í fyrra voru ferðirnar 1029 samkvæmt talningu Túrista og nemur aukningin um 22 prósentum. Þetta aukna framboð skilaði sér í því að ferðamönnum hér á landi fjölgaði umtalsvert í síðasta mánuði og leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna septembermánuð þar sem álíka margir íslenskir farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll.

Fleiri flugfélög en áður

Í september í fyrra voru þrettán flugfélög með reglulegar ferðir frá landinu en núna voru þau sextán talsins. Sem fyrr er Icelandair langstærsta félagið með meira en sjö af hverjum tíu ferðum. Vægi félagsins hefur hins vegar dregist lítillega saman þó ferðum þess hafi fjölgað um nærri fimmtung milli ára. Ferðir WOW air voru nærri jafn margar í september í ár og í fyrra en þar sem umferð um Keflavíkurflugvöll hefur aukist umtalsvert þá dregst hlutdeild WOW air nokkuð saman eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Vægi sex stærstu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í september í brottförum talið:

Sæti Flugfélag Sept. 2014 Sept. 2013
1. Icelandair 71,4% 73,4%
2. WOW air 11,2% 14,3%
3. easyJet 4,5% 3,4%
4. SAS 2,7% 2,5%
5. Airberlin 1,8% 1,3%
6. Norwegian 1,8% 1,3%

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny