Átta af hverjum tíu ferðum á vegum íslensku félaganna

Nítján flugfélög buðu upp á áætlunarflug frá Keflavík í ágúst en þrátt fyrir allan þennan fjölda þá bera Icelandair og WOW air uppi millilandaflugið.

 

 

Nítján flugfélög buðu upp á áætlunarflug frá Keflavík í ágúst en þrátt fyrir allan þennan fjölda þá bera Icelandair og WOW air uppi millilandaflugið.

Það voru að jafnaði farnar fimmtíu og fimm áætlunarferðir á dag frá Keflavík til flugvalla í Evrópu og N-Ameríku í síðasta mánuði. Auk þess buðu innlendar og erlendar ferðaskrifstofur upp á leiguflug frá flugvellinum.

easyJet dregur úr á sumrin

Í ágúst var Airberlin ögn umsvifameira á Keflavíkurflugvelli en easyJet. Breska félagið er hins vegar alla jafna í þriðja sæti yfir stærstu flugfélögin á íslenska flugvellinum. Forsvarsmenn easyJet draga hins vegar úr flugi hingað yfir sumarmánuðina en ætla að stórauka umferðina í vetur og þá stefnir í að aðeins Icelandair verði stærri á íslenska markaðnum.

Tvær af þremur á vegum Icelandair

Í ágúst var það hins vegar WOW air sem var í öðru sæti og tóku vélar félagsins á loft frá Keflavík tæplega 240 sinnum. Icelandair er hins vegar sem fyrr með bróðurpartinn af ferðunum eða um tvær af hverjum þremur eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Vægi fimm stærstu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í ágúst 2014:

  1. Icelandair: 65,6%
  2. Wow Air: 13,9%
  3. Airberlin: 3,4%
  4. Easy Jet: 3,3%
  5. SAS: 2,4%

NÝJAR GREINAR: Ódýrara að fljúga til London og Kaupmannahafnar
TILBOÐ Á GISTINGU Í BERLÍN: 5% AFSLÁTTURFRÍTT FREYÐIVÍN

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny