Kostar minna að taka frá bílaleigubíl

Ertu á leið í skíðaferð á eigin vegum eða er ætlunin að keyra um Flórídaskaga á næstunni? Þeir sem ætla að leigja bíl í útlöndum geta núna tekið frá bíl fyrir lægra gjald.

 

Ertu á leið í skíðaferð á eigin vegum eða er ætlunin að keyra um Flórídaskaga á næstunni? Þeir sem ætla að leigja bíl í útlöndum geta núna tekið frá bíl fyrir lægra gjald.

Reglulegar kannanir okkar hafa sýnt að verðskrár bílaleiga breytast jafnt og þétt. Stundum hafa verðin lækkað rétt fyrir leigutíma en oftar hækkað. Það virðist því vera álíka erfitt að kortleggja verðstefnu bílaleiga og flugfélaga. Bílaleigurnar eru þó oftast miklu sveigjanlegri og leyfa fólki að breyta pöntunum, afbóka og bíða með að gera upp reikninginn þar til að nær dregur. Flugfélögin eru mun harðari og flugmiða þarf að greiða við pöntun.

Lægri afborgun í október

Rentalcars.com, samstarfsaðili Túrista, býður nú viðskiptavinum sínum að festa verð á bílaleigubíl gegn lágri innborgun. Leigutakinn þarf því ekki að leggja út fyrir bílnum í dag eða horfa á verðin hækka og hækka þar til að pláss er fyrir bílaleigureikninginn í heimilisbókhaldinu.Tilboðið gildir út október.

Innborgunin er að lágmarki um 2.500 krónur (ca. 15 evrur) og panta þarf með sex vikna fyrirvara. Eftirstöðvarnar á að gera upp fjórum vikum fyrir leigutímann. Innborgun fæst ekki endurgreidd ef hætt er við pöntunina. Venjulega er innborgunin aðeins hærri og munurinn er þó ekki ýkja stór en þeir sem vilja taka frá ódýran bíl geta kannski nýtt sér tilboðið.

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

TENGDAR GREINAR: Bestu fjölskylduhótelin í OrlandoSkíðaflug vetrarins
TILBOÐ: 15% afsláttur á hóteli í Kaupmannahöfn

 

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny