Bókum sólarlandaferðir fyrr en frændþjóðirnar

Það eru greinilega ófáir íslenskir ferðalangar sem vilja ganga frá utanlandsferðunum sínum með löngum fyrirvara og salan á ferðum næsta sumars fer vel af stað.

 

 

Það eru greinilega ófáir íslenskir ferðalangar sem vilja ganga frá utanlandsferðunum sínum með löngum fyrirvara og salan á ferðum næsta sumars fer vel af stað.

Sumardagskrá íslenskra ferðaskrifstofa er oftast kynnt í kringum jól og áramót og þá verða auglýsingar á sólarlandaferðum áberandi. Norræna ferðaskrifstofan Nazar hefur hins vegar fyrir þónokkru síðan hafið sölu á ferðum sínum héðan til Tyrklands næsta sumar og segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri, að viðtökurnar hafi verið mjög góðar. Nú þegar hafi 250 farþegar bókað sæti en til samanburðar fóru nærri 2.500 Íslendingar í ferðir félagsins síðastliðið sumar. Kemal segir að næstum allir þeir sem þegar hafi bókað séu farþegar frá síðasta sumri og að fjölskyldufólk, sem kjósi hótel þar sem allt er innifalið, sé fyrst á ferðinni.

Ætla að tvöfalda framboðið

Nazar starfar á öllum Norðurlöndunum og segir Kemal að hlutfallslega hafi fleiri sumarferðir selst hér en í hinum löndunum fjórum. Framboðið sé hins vegar minnst hér því markaðrinn er mun minni. Í sumar stefna forráðamenn Nazar hins vegar á að tvöfalda umsvif sín hér á landi og selja um fimm þúsund sólarlandaferðir. Nú þegar hefur félagið selt fimm prósent af þeim sætum og segir Kemal að þessi byrjun lofi góðu.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

BERLÍN: 15% AFSLÁTTUR Á THE DUDE Í NÓV. KÖBEN: NÓTTIN FRÁ 20 ÞÚSUND Á HOTEL 27 LONDON: ROCKWELL FRÁ 17 ÞÚSUND KR.