Samfélagsmiðlar

Djass og tómatar blása lífi í flugvélamat

Hávaðinn og hæðin hafa áhrif á bragðskyn flugfarþega og það sem smakkast vel á jörðu niðri getur orðið óspennandi í háloftunum. Bragðlaukana má hins vegar virkja á einfaldan hátt og þannig lyfta máltíðinni upp á hærra plan.

 

 

Hávaðinn og hæðin hafa áhrif á bragðskyn flugfarþega og það sem smakkast vel á jörðu niðri getur orðið óspennandi í háloftunum. Bragðlaukana má hins vegar virkja á einfaldan hátt og þannig lyfta máltíðinni upp á hærra plan.

Það er sjaldnast boðið upp á miklar kræsingar á almennu farrými eða hjá lágfargjaldaflugfélögunum. Það skiptir engu að síður máli að hressingin bragðist vel enda kostar hún sitt. Í háloftunum dregur hins vegar töluvert úr virkni bragðlaukanna og vísindamenn við Oxford háskóla segja vísbendingu um að mótorhljóðin, og annar hávaði í farþegarýminu, minnki getu okkar til að finna mun á sætu og söltu. Með því að setja tappa í eyrun á meðan samlokunni og salatinu eru gerð skil geta farþegarnir sjálfir því dregið úr hljóðtruflununum. Árangursríkara er þó að hlusta á mjúkan djass með máltíðinni því róleg tónlist örvar bragðlaukana og útilokar um leið hávaðann í farþegarýminu.

Umami í matinn

Það er hins vegar ekki hægt að treysta á að djassinn einn og sér afbrengli bragðlaukana. Það þarf meira til og margt bendir til að umami, sem er oft sagt vera fimmta grunnbragðtegundin, bragðist eins í háloftunum og á jörðu niðri. Tómatar, parmesan ostur og sveppir eru dæmi um fæðu sem er rík af umami og haft er eftir Charles Spence, prófessor við Oxford í grein Flavourjournal, að vinsældir Bloody Mary meðal flugfarþega sýni að margir hafi fyrir löngu verið búnir að átta sig á því að tómatsafi bragðast betur en aðrir drykkir í farþegarýminu. Prófessorinn segir líklegt að flugfélög geti bætt matseðla sína töluvert með því að nota umamiríkt hráefni og það sama eigi reyndar við um matsölustaði þar sem hávaðinn verði oft mikill. Charles Spence tekur hins vegar fram að rannsaka þurfi betur hvort umami sé jafnt ónæmt fyrir hávaða og það er fyrir hæð.

Sóknarfæri fyrir íslensku félögin

Um nokkurt skeið hafa matseðlar flugfélagsins British Airways vera settir saman með það í huga að bragðlaukar gestanna eru ekki í toppstandi á meðan réttirnir er borðaðir. Maturinn er kryddaður aukalega og hráefni sem er ríkt af umami er notað í meira mæli en áður. Eins eru valin sæt hvítvín og rauðvínin minna beisk. Af matseðlum Icelandair og WOW air að dæma þá hefur ekki verið lögð mikil áhersla á umami-ið í eldhúsum félaganna hingað til. Besta ráðið er þá sennilega að vera með tilbúinn djass í tækinu og vona að hann komi máltíðinni í hæstu hæðir.

NÝJAR GREINAR: London endurheimtir toppsætið á KeflavíkurflugvelliUm 700 vegabréf á mánuði afgreidd með hraði
TILBOÐ: 15% afsláttur á hóteli í Kaupmannahöfn10% afsláttur af íbúðum í Berlín

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

Nýtt efni

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …