Djass og tómatar blása lífi í flugvélamat

Hávaðinn og hæðin hafa áhrif á bragðskyn flugfarþega og það sem smakkast vel á jörðu niðri getur orðið óspennandi í háloftunum. Bragðlaukana má hins vegar virkja á einfaldan hátt og þannig lyfta máltíðinni upp á hærra plan.

 

 

Hávaðinn og hæðin hafa áhrif á bragðskyn flugfarþega og það sem smakkast vel á jörðu niðri getur orðið óspennandi í háloftunum. Bragðlaukana má hins vegar virkja á einfaldan hátt og þannig lyfta máltíðinni upp á hærra plan.

Það er sjaldnast boðið upp á miklar kræsingar á almennu farrými eða hjá lágfargjaldaflugfélögunum. Það skiptir engu að síður máli að hressingin bragðist vel enda kostar hún sitt. Í háloftunum dregur hins vegar töluvert úr virkni bragðlaukanna og vísindamenn við Oxford háskóla segja vísbendingu um að mótorhljóðin, og annar hávaði í farþegarýminu, minnki getu okkar til að finna mun á sætu og söltu. Með því að setja tappa í eyrun á meðan samlokunni og salatinu eru gerð skil geta farþegarnir sjálfir því dregið úr hljóðtruflununum. Árangursríkara er þó að hlusta á mjúkan djass með máltíðinni því róleg tónlist örvar bragðlaukana og útilokar um leið hávaðann í farþegarýminu.

Umami í matinn

Það er hins vegar ekki hægt að treysta á að djassinn einn og sér afbrengli bragðlaukana. Það þarf meira til og margt bendir til að umami, sem er oft sagt vera fimmta grunnbragðtegundin, bragðist eins í háloftunum og á jörðu niðri. Tómatar, parmesan ostur og sveppir eru dæmi um fæðu sem er rík af umami og haft er eftir Charles Spence, prófessor við Oxford í grein Flavourjournal, að vinsældir Bloody Mary meðal flugfarþega sýni að margir hafi fyrir löngu verið búnir að átta sig á því að tómatsafi bragðast betur en aðrir drykkir í farþegarýminu. Prófessorinn segir líklegt að flugfélög geti bætt matseðla sína töluvert með því að nota umamiríkt hráefni og það sama eigi reyndar við um matsölustaði þar sem hávaðinn verði oft mikill. Charles Spence tekur hins vegar fram að rannsaka þurfi betur hvort umami sé jafnt ónæmt fyrir hávaða og það er fyrir hæð.

Sóknarfæri fyrir íslensku félögin

Um nokkurt skeið hafa matseðlar flugfélagsins British Airways vera settir saman með það í huga að bragðlaukar gestanna eru ekki í toppstandi á meðan réttirnir er borðaðir. Maturinn er kryddaður aukalega og hráefni sem er ríkt af umami er notað í meira mæli en áður. Eins eru valin sæt hvítvín og rauðvínin minna beisk. Af matseðlum Icelandair og WOW air að dæma þá hefur ekki verið lögð mikil áhersla á umami-ið í eldhúsum félaganna hingað til. Besta ráðið er þá sennilega að vera með tilbúinn djass í tækinu og vona að hann komi máltíðinni í hæstu hæðir.

NÝJAR GREINAR: London endurheimtir toppsætið á KeflavíkurflugvelliUm 700 vegabréf á mánuði afgreidd með hraði
TILBOÐ: 15% afsláttur á hóteli í Kaupmannahöfn10% afsláttur af íbúðum í Berlín

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny